Mary Jackson

bandarískur flugvélaverkfræðingur (1921-2005)

Mary Jackson (fædd Winston; 9. apríl 1921 – 11. febrúar 2005) var bandarískur stærðfræðingur og flugvélaverkfræðingur hjá National Advisory Committee for Aeronautics (NACA), sem árið 1958 varð að Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA). Hún starfaði við Langley Research Center í Hampton, Virginíu, mestan hluta ferils síns. Hún byrjaði sem reiknari hjá deildinni West Area Computing árið 1951 þar sem kynþáttaaðskilnaður ríkti. Hún fór í verkfræðitíma og árið 1958 varð hún fyrsti svarti kvenkyns verkfræðingur NASA.

Mary Jackson árið 1979.

Eftir 34 ár hjá NASA hafði Jackson náð æðstu stöðu í verkfræði sem völ var á. Hún áttaði sig á því að hún gæti ekki fengið frekari stöðuhækkanir án þess að verða yfirmaður. Hún þáði stöðu framkvæmdastjóra í verkefnum NASA sem snerust um jöfn tækifæri og jafnrétti. Í því hlutverki hafði hún áhrif á ráðningu og framgang kvenna í raunvísindum, verkfræði og stærðfræði innan NASA.

Saga Jackson er rakin í bókinni Hidden Figures: The American Dream and the Untold Story of the Black Women Who Helped Win the Space Race frá 2016. Hún er ein af þremur aðalpersónum í kvikmyndinni Hidden Figures sem kom út sama ár.

Árið 2019 var Jackson sæmd gullorðu Bandaríkjaþings eftir dauða sinn.[1] Árið 2021 var nafni höfuðstöðva NASA í Washington, D.C. breytt í Mary W. Jackson NASA Headquarters.

Tilvísanir

breyta
  1. „H.R.1396 – Hidden Figures Congressional Gold Medal Act“. Congress.gov. 8. nóvember 2019. Sótt 9. nóvember 2019.