Mary Stevenson Cassatt ( /kə'sæt/; 22. maí 1844 – 14. júní 1926)[1] var bandarískur listmálari og prentsmiður. Hún fæddist í Allegheny City, Pennsylvaníu (nú hluti af Pittsburgh), en bjó mestan hluta ævi sinnar í Frakklandi þar sem hún vingaðist við Edgar Degas og sýndi með impressjónistunum. Myndir Cassatt sýna oft félags- og einkalíf kvenna, með sérstakri áherslu á náin tengsl mæðra og barna.

Mary Cassatt árið 1913.

Henni var lýst af Gustave Geffroy sem einni af „les trois grandes dames“ (miklu dömunum þremur) impressjónismans ásamt Marie Bracquemond og Berthe Morisot.[2] Árið 1879 líkti Diego Martelli henni við Degas, þar sem þau reyndu bæði að sýna hreyfingu, ljós og hönnun í nútímaskilningi.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. „Mary Cassatt Self-Portrait“. National Portrait Gallery (enska). Smithsonian Institution. Sótt 12. júní 2018.
  2. Geffroy, Gustave (1894), „Histoire de l'Impressionnisme“, La Vie Artistique, bls. 268.
  3. Moffett, Charles S. (1986). The New Painting: IMpressionism 1874–1886. San Francisco: The Fine Arts Museums of San Francisco. bls. 276. ISBN 0-88401-047-3.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.