Mark Tilden
Mark W. Tilden (f. 1961) er bresk-kanadískur uppfinningamaður sem er þekktastur fyrir að eiga hugmyndina að s-k BEAMþjörkum þar sem tiltölulega flókin hegðun er útfærð með tiltölulega einföldum rafrásum. Hann starfar nú sem þjarkahönnuður fyrir WowWee Toys þar sem hann hannaði meðal annars RoboSapien leikfangavélmennið.

Mark Tilden með RoboRaptor frá WowWee.