Mannshvörf á Íslandi

Mannshvarf er skilgreint samkvæmt alþjóðalögum sem atvik þar sem einstaklingur hverfur, með óútskýrðum hætti. Lögreglan fær reglulega tilkynningar um horfna einstaklinga. Þegar lögreglan hefur eftirgrennslan að þessum einstaklingum, koma þeir í leitirnar yfirleitt 1-2 sólarhringum eftir að tilkynning berst. Í einhverjum tilfellum ber eftirgrennslan ekki árangur. Ef horfinn einstaklingur finnst ekki eftir tiltekinn tíma þá er leit hætt og málið kólnar niður. Talað er um kalt mál ef einstaklingur hefur verið horfinn í meira en þrjá mánuði. Kalt mannshvarf er skilgreint þannig að ekki sé hafið yfir allan skynsamlegan vafa að viðkomandi sé á lífi, ekki sé hægt að staðfesta með óhyggjandi hætti hver urðu örlög viðkomandi og hvar hann var síðast staðsettur. Ástæður mannshvarfa eru misjafnar. Þau geta borið að þannig að einstaklingur lætur sig hverfa, í lengri eða skemmri tíma. Þau geta einnig komið til vegna slysa eða sjálfsvíga og verða þau þá með þeim hætti að einstaklingur fellur í sjó, vatn eða gjótu. Þá geta mannshvörf einnig stafað af mannavöldum og hafa að minnsta kosti fimm óupplýst mannshvörf verið rannsökuð sem manndrápsmál á Íslandi. Þá hafa tvö mál sem upphaflega voru rannsökuð sem mannhvarfsmál verið upplýst sem manndrápsmál.

Athugið að á listunum hér að neðan eru einungis skráðir einstaklingar sem að hafa ekki fundist.

Íslendingar horfnir hérlendis

breyta
Nafn Dagsetning Aldur Staður Upplýsingar Heimildir
Árni Magnús Árnason 1922 20 ára Reykjavík Hann hvarf að nóttu til þegar að hann var á heimleið frá unnustu sinni í Reykjavík. Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir. [1]
Pétur Hamar Helgason 19. október 1923 19 ára Reykjavík Hann hvarf frá heimili sínu í Reykjavík. Húfa sem talin var að hafi verið í hans eigu fannst sjórekin skömmu eftir hvarfið. [2]
Magnús Stefánsson 27. október 1923 50 ára Reykjavík Magnús var sjómaður sem var að bústaður að Bergstaðarstræti í Reykjavík. [3]
Vilhjálmur Ragnar Jónsson Ísfjörð 27. nóvember 1923 21 árs Akureyri Hann hvarf frá heimili sínu á Akureyri. [4]
Anna Sigurðardóttir 1927 Óvitað Reykjavík Hún hvarf sporlaust í Reykjavík. Ekki er mikið vitað um hvarf hennar. [5]
Margrét Guðmundsson 2. september 1928 32 ára Reykjavík Hún sást síðast yfirgefa heimili sitt í Reykjavík. [6]
Sveinfríður Einarsdóttir 7. maí 1930 22 ára Sauðarkrókur Sást síðast á Sauðárkróki þegar hún yfirgaf heimili vinkonu sinnar til þess að fara heim til sín. Ekkert hefur sést til hennar eftir það. [7]
Sveinbjörn Jakobsson 9. október 1930 46 ára Reykjavík Hann var búsettur á Ólafsvík en var í Reykjavík eftir að hann kláraði síldarverktíð. Síðast sást til hans fara inn í húsið Sauðagerði sem að stóð á mótum Víðimels og Kaplaskjólsvegar. Hann ætlaði að ná í pening og sást fara inn í húsið en heimilsfólkið sagði að hann fór aldrei inn í húsið. Hvarf Sveinbjörns er talið geta verið að mannavöldum en ekkert hefur sannast um það. [8]
Ásmundur Hjörtur Einarsson 30. júní 1931 19 ára Kollafjörður Magnús var búsettur í Reykjavík. Hann sást síðast á kajak í Kollafirði. Hvorki hann né kajakinn fundust. [9]
Gunnlaugur Ólafsson Arnfeild 25. mars 1932 30 ára Akureyri Sást síðast á Akureyri. Hann hafði nýlega snúið aftur frá Vesturheimi eftir að hafa misst þar konu sína og son af slysförum. [10]
Þorsteinn Þorsteinsson 3. maí 1932 58 ára Akureyri Þorsteinn var bóndi á litlu Hámundarstöðum á Árskógsströnd. Hann dvaldi á gistiheimili á Akureyri þar sem að hann sótti sér læknisaðstoð. Hann yfirgaf gistiheimilið að nóttu til í óljósum erindagjörðum en skildi samt sína persónulegu muni eftir. [11]
Kristjana Anna Eggertsdóttir 20. ágúst 1932 38 ára Stykkishólmur Hún hvarf þegar að hún ferðaðist með Brúarfossi við Stykkishólm ásamt eiginmanni sínum, Sigurmundi Sigurðssyni, lækni í Flatey. Hafði hún ætlað að ganga snöggvast úr káetunni, sem þau hjónin höfðu í skipinu, og er lækninn tók að lengja eftir henni, fór hann að grennslast um hvar hún mundi vera. Fannst hún þá hvergi í skipinu og enginn af skipverjum varð var við það að hún kæmi upp á þilfar. [12][13]
Kjartan Vigfús Vigfússon 9. mars 1933 37 ára Reykjavík Hann var kvæntur fjögra barna faðir og var búsettur að Óðinsgötu í Reykjavík. Hann var kyndari á Arinbirni Hersi sem að var að leggja af stað til fiskveiða. Varð Kjartans vart skömmu áður en báturinn lagðist frá bryggju en ekkert eftir það. Uppgvötaðist það er báturinn var í hafnarminninu og var honum þá snúið við. [14]
Sigurlaugur Sigfinnsson 23. desember 1933 28 ára Hafnarfjörður Hann var búsettur að Garðavegi 7 í Hafnarfirði og hvarf þaðan. Hann var barnlaus en átti unnustu. [15]
Þorleifur Jónatansson 12. október 1938 83 ára Eyrarsveit á Snæfellsnesi Hann var búsettur að Hömrum í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Hann hvarf í nágreni við heimili sitt. [16]
Tryggvi Júlíus Guðmundsson 23. maí 1939 73 ára Akureyri Hann var búsettur að Lundargötu 4 á Akureyri. Hann yfirgaf heimili sitt og hefur ekki sést eftir það. Bátur sem að hann átti fannst svo á floti skammt frá landi eftir að ættingjar fóru að grennslast fyrir um hann. Talið er að hann hafi fallið í sjóinn við að reyna að koma bátnum á flot. [17]
Páll Friðrik Björnsson 7. október 1940 5 ára Skagafjörður Hann var búsettur í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði. Hann er talinn hafa drukknað í Héraðsvötnum. [18]
Rúnólfur Kristberg Einarsson 19. júní 1941 3 ára Vopnafjörður Hann fór í fylgd með öðrum krökkum frá bænum Dalalandi í Vopnafirði til að færa föður sínum og öðrum vinnumönnum miðdegiskaffi þar sem þeir voru að vinna nokkuð langt frá bænum að hlaða og gera við reiðgötur uppi í fjalli, yfir í næsta dal. Þegar börnin voru á bakaleið vildi Runólfur snúa aftur til föður síns en komst aldrei á leiðarenda. Leit að honum stóð yfir í þrjár vikur, fengin var flugvél til að fljúga yfir svæðið ásamt sérstökum leitarhundum en án árangurs. Hann var bróðir Geirfinns Einarsonar sem hvarf árið 1974. [19]
Gísli Jóhannsson 21. nóvember 1943 42 ára Akureyri Hann var ókvæntur og barnlaus og var búsettur að Fjólugötu 3 á Akureyri og hvarf þaðan. [20]
Hannes Pálsson 4. janúar 1945 25 ára Reykjavík Hann yfirgaf heimili sitt við Grettisgötu 51 í Reykjavík um klukkan sjö um morgun og ætlaði fótgangandi til vinnu. En hann skilaði sér aldrei til vinnu sinnar sem að var bifreiðarverkstæði Egils Vilhjálmssonar að Laugavegi 118 í Reykjavík. [21]
Baldvin Baldvinsson 16. maí 1946 69 ára Akureyri Hann var ættaður frá Svalbarði á Svalbarðsströnd. Hann var búsettur að Gránufélagsgötu 55 á Akureyri er hann hvarf. [22]
Árni Ólafsson 19. desember 1946 49 ára Akureyri Hann yfirgaf heimil sitt við Brekkugötu 29 á Akureyri í óljósum erindagjörðum að Strandgötu 13 á Akureyri. Nokkru eftir hvarfið fannst hattur hans í húsinu við Strandgötu 13 og gátu húsráðendur ekki gert að fullu grein fyrir því afhverju þau höfðu hann undir höndum. Þetta þótti mjög dularfullt því að hann fór aldrei út úr húsi nema með hattinn á höfðinu. Málið var þó aldrei rannsakað frekar. [23]
Pétur Einarsson 27. júní 1947 63 ára Seyðisfjörður Hann var búsettur að Vesturvegi 13 á Seyðisfirði. Persónulegir munir hans fundust á bökkum Fjarðarár. [24]
Ragnar Guðmundsson 3. apríl 1948 35 ára Borgarfjörður Hann var búsettur að Ferjubakka í Borgarfirði. Ragnar fór út snemma morguns og eftir það er ekki vitað um ferðir hans með vissu. Talið var að hann hafi ætlað að fara að Hvanneyri í einhverjum erindagjörðum en þangað kom hann þó ekki. [25]
Torfi Guðmundsson 3. nóvember 1949 34 ára Akureyri Hann var kennari á Akureyri og síðar forstöðumaður málmhúnaðardeild KEA. Aldrei var fjallað um hvarf Torfa eða auglýst eftir honum í dagblöðum að óljósum ástæðum. [26]
Matthías Ásgeirs Pálsson 17. maí 1950 6 ára Flateyri Hann var búsettur á Flateyri. Síðast er vitað um ferðir Matthíasar á reiðhjóli í grennd við hafnarsvæðið í Flateyri. Eftir það hefur ekkert til hans sést. Talið var líklegast að hann hafi fallið í höfnina. [27]
Garðar Gunnar Þorsteinsson 6. október 1950 20 ára Reykjavík Hann var ættaður frá Súðavík en búsettur í Reykjavík. Hann var skipverji á Eldey EA sem að lagðist að bryggju 6. október. Það sást til hans fara fótgangandi frá skipshlið og stemdi frá hafnarsvæðinu. Eftir það hefur ekkert til hans spurst. Hann skilaði sér ekki í næsta túr og hafði hann heldur ekki hitt ættingja sína sem bjuggu í Reykjavík og nágreni eins og hann var vanur. Ekkert hefur fundist sem upplýst getur hvað af honum varð. [28]
Svavar Þórarinsson 14. apríl 1951 34 ára Breiðafjörður Rafvirkjameistari búsettur að Bragagötu 38 í Reykjavík. Tók sér far með strandferðaskipinu Herðubreið frá Reykjavík en ekki liggur ljóst fyrir hvort hann hvarf meðan skipið var á siglingu eða hvort hann fór í land einhversaðar þar sem skipið hafði viðkomu. [29]
Vilhjálmur Guðjónsson 10. maí 1952 50 ára Vestmanneyjar Búsettur í Vestmannaeyjum en hafði dvalið í Reykjavík um skamma hríð. Tók sér far heimleiðis með strandferðaskipinu Heklu. Ekki var talið vera hafið yfir allan vafa hvort hann komst alla leið til eyja með skipinu eða hvarf meðan það var á siglingu. [30]
Magnús Guðmundsson 9. október 1953 34 ára Reykjavík Búsettur á Leifsgötu 4 í Reykjavík, ókvæntur og barnlaus en var talinn eiga ófeðraðann son á Patreksfirði. Var ekki saknað fyrr en tveim mánuðum eftir að síðast er vitað um ferðir hans. Það síðasta sem af honum fréttist var að lögregla hafði af honum tal í miðbæ Reykjavíkur 9. október 1953, eftir það hefur enginn orðið hans var. [31]
Magnús Pétur Ottósson 19. ágúst 1955 44 ára Reykjavík Hann hvarf sporlaust af heimili sínu í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus. [32]
Jón Erlendsson 30. janúar 1956 26 ára Keflavík Frændur sem að voru á dansleik í Keflavík og hurfu þaðan í óljósum erindagjörðum um klukkan tvö um nóttina og hefur ekki sést til þeirra síðan. [33]
Jón Ólafsson 22 ára
Pétur Guðmundsson 15. desember 1956 35 ára Reykjavík Hann átti ekki fast heimili en bjó með annan fótinn hjá móður sinni að Vitastíg 11 í Reykjavík. Móðir hans fór að óttast um hann í júní árið 1957 en hún hafði ekki haft af honum spurnir síðan í nóvember 1956. Kom þá í ljós að enginn hafði orðið hans var síðan hann gisti fangageymslur lögreglu vegna ölvunar 15. desember árið áður. Eftir það er ekki vitað um ferðir hans. [34]
Lárus Stefánsson 21. apríl 1957 60 ára Sandgerði Hann var fæddur og uppalinn á Eskifirði. Hafði verið búsettur í Sandgerði um tíma þar sem hann vann sem skrifstofumaður. Bjó að Tjarnargötu 1 á Sandgerði og fór þaðan að nóttu til í óljósum erindagjörðum. Eftir það hefur ekkert til hans spurst. [35]
Björgvin Árnason 30. júlí 1960 20 ára Seyðisfjörður Hann var búsettur að Hafnarstræti 88 á Akureyri. Hann var skipverji á Björgvini EA sem var í Seyðisfjarðarhöfn. Síðast er vitað hann var á tali við norskan sjómann á bryggjunni. [36]
Vilhjálmur Guðmundsson 27. september 1961 65 ára Vestmannaeyjar Hann var búsettur að Urðarvegi 9 í Vestmannaeyjum. Fór út að morgni á leið til vinnu sinnar og snéri ekki heim aftur. Þegar hans var saknað og farið var að leita að honum gaf sig fram vitni sem taldi sig hafa séð hann um hádegisbil á gangi upp Heiðarveg. Var talið mögulegt að hann hafi ætlað að líta eftir kálgarði sem hann átti ofan við bæjinn. Eftir það hefur ekkert til hans spurst.         [37]
Anthony Mercede 13. júlí 1963 51 árs Lundareykjardalur Hann var fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum en hafði búið á Íslandi síðan 1954 og var starfsmaður á Keflavíkurflugvelli. Kvæntur íslenskri konu og átti með henni þrjú börn og bjuggu þau í Ytri Njarðvík. Anthony er saknað eftir að bátur sem hann var innanborð ásamt íslenskum félaga sínum hvoldi á Reyðarvatni í Lundareykjadal. Félaga hans var bjargað en Antony fannst aldrei. [38]
Jörgen Viggóson 28. júlí 1963 24 ára Reykjavík Kristinn var kvæntur, tveggja barna faðir búsettur að Höfðatúni 5 í Reykjavík. Jörgen var kvæntur tveggja barna faðir búsettur að Sólheimum 27 í Reykjavík. Taldið hafa farið út frá Reykjavíkurhöfn á lítilli trillu sem faðir annars þeirra átti í ókunnum erindagjörðum. Hvorki þeir né trillan hefur nokkurn tíman fundist. [39]
Kristinn Ólafsson 27 ára
Bárður Jónsson 30. desember 1963 68 ára Kópavogur Búsettur að Borgarholtsbraut 37a (er í dag Borgarholtsbraut 55) í Kópavogi. Kvæntur og átti uppkomin börn. Hafði farið í heimsókn til ættingja að Nýbýlavegi 22 í Kópavogi og fór þaðan um kl 16:30. Eftir það er ekkert vitað um ferðir hans. [40]
Jónatan Árnason 23. maí 1964 49 ára Vestmanneyjar Hann var frá Flatey á Skjálfanda. Kvæntur fimm barna faðir búsettur að Brimarhóli í Vestmannaeyjum. Yfirgaf heimili sitt seinnipart dags í ókunnum erindagjörðum og eftir það hefur ekkert til hans spurst. Ungur maður fórst og annar var hætt kominn er þeir leituðu Jónatans. [41]
Ari Jósefsson 18. júní 1964 24 ára Suðurland Hann starfaði sem skáld og var ókvæntur og barnlaus. Talinn hafa fallið útbyrðis af millilandaskipinu Gullfossi úti fyrir suðurlandi á leið til Reykjavíkur. [42]
Jón Jónsson 14. júlí 1964 57 ára Seyðisfjörður Ókvæntur en átti unnustu og börn úr fyrra sambandi, búsettur að Efstasundi 100 í Reykjavík. Var matsveinn á strandferðaskipinu Herðubreið. Þegar skipið var á siglingu milli Mjófjarðar og Seyðisfjarðar er síðast vitað um ferðir hans. Jóns var þó ekki saknað fyrr en skipið hafði verið við bryggju í um klukkustund á Seyðisfirði. [43]
Elísabet Bahr Ingólfsson 14. desember 1965 39 ára Reykjavík Kvænt, þriggja barna móðir, búsett að Háaleitisbraut 24 í Reykjavík. Var af þýskum uppruna en hafði búið lengi á Íslandi og var gift íslenskum manni. Fór út um miðjan dag í óljósum erindagjörðum. Vitað er um ferðir hennar eftir það á Seltjarnarnesi og síðar þennan dag í grend við Öskjuhlíð. [44]
Páll Svavarsson 28. desember 1967 29 ára Reykjavík Páll var ókvæntur og barnlaus og var búsettur í Reykjavík. Hann sást síðast við Reykjarvíkurhöfn. [45]
Magnús Teitsson 30. nóvember 1968 60 ára Kópavogur Hann var af þýskum uppruna og hét áður Max Robert Heinrich Keil. Hafði búið lengi á Íslandi, kvæntur íslenskri konu og átti með henni fjögur börn. Þau voru búsett að Þinghólsbraut 63 í Kópavogi. Magnús var um tíma framkvæmdastjóri Málningar h/f og síðar einn af stofnendum Stálborgar og framkvæmtdastjóri þess fyrirtækis. Magnús hafði verið að hjálpa vinum sínum fram eftir degi en þegar hann skilaði sér ekki í kvöldmat kom í ljós að bifreið hans stóð fyrir utan heimili hans og lyklarnir í læsingu bílstjórahurðar. Eftir þetta hefur engin orðið hans var. [46]
Kristjón Ágústsson Tromberg 28. nóvember 1969 47 ára Reykjavík Hann var búsettur í Reykjavík og átti fjögur börn. Skömmu eftir að lýst var eftir honum gaf sig fram vitni sem taldi sig hafa séð hann á gangi í Gálgahrauni á Álftanesi. [47]
Jón Albert Þorvarðarson 12. júní 1970 73 ára Seltjarnarnes Hann var ókvæntur og barnlaus og starfaði sem vitavörður í Gróttu. Talinn hafa verið á litlum bát sem hann átti og fallið útbyrðis úr honum rétt við land. Báturinn fannst um það leiti sem hans var saknað og var netadræsa föst í skrúfunni. Talið var líklegt að hann hafi verið að reyna ná dræsunni úr skrúfunni og fallið útbyrðis. [48]
Viktor Bernharð Hansen 17. október 1970 41 árs Bláfjöll Hann var búsettur að Álftamýri 32 í Reykjavík, ókvæntur og barnlaus. Fór með félaga sínum til rjúpnaveiða í Bláfjöllum. Þar sem þeir lögðu bílnum gengu þeir í sitt hvora áttina. Eftir það hefur ekkert til hans spurst þrátt fyrir gríðarlega umfangsmikla leit. [49]
Jón Reykjalín Valdimarsson 13. nóvember 1970 49 ára Keflavík Hann var búsettur að Aðalgötu 9 í Keflavík, ókvæntur og barnlaus. Yfirgaf heimili sitt seinni part dags í óljósum erindagjörðum. Sást skömmu síðar fyrir utan verslun sem hét Lindin á Hafnargötu í Keflavík. Síðan hefur ekkert til hans spurst. [50]
Sverrir Kristinsson 26. mars 1972 22 ára Reykjavík Hann var til heimilis í Höfnum á Reykjavnesi, ókvæntur og barnlaus. Dvaldi á heimvist Háskóla Íslands á Nýja Garði. Fór út að skemmta sér í Klúbbnum í Borgartúni með félögum sínum og fór þaðan með leigubíl heim á Nýja Garð. Staldraði þar stutt við þegar vitni varð vart við að tveir til þrír menn bönkuðu hjá Sverri, stöldruðu við í stutta stund en fóru svo ásamt Sverri. Síðan hefur enginn orðið hans var. [51]
Erlendur Guðlaugur Jónsson 1. janúar 1973 60 ára Siglufjörður Hann var búsettur að Suðurgötu 40 á Siglufirði, kvæntur og átti uppkomin börn. Fór frá heimili sínu fótgangandi í óljósum erindagjörðum. Síðan hefur enginn orðið hans var. [52]
Kristinn Ísfeld 18. febrúar 1973 29 ára Reykjavík Kristinn var kallaður Gáki. Hann var ókvæntur og barnlaus, fæddur og uppalinn á Patreksfirði en var ófeðraður. Búsettur í Reykjavík. Síðast er vitað um ferðir hans á Laugarvegi í Reyjavík. [53]
Einar Vigfússon 6. september 1973 46 ára Reykjavík Hann var ókvæntur og barnlaus en átti unnustu. Var virtur sellóleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Búsettur að Fjólugötu 5 í Reykjavík og fór þaðan fótgangandi í óljósum erindagjörðum seint að kvöldi til. Síðan hefur enginn orðið hans var. [54]
Guðmundur Einarsson 27. janúar 1974 18 ára Hafnarfjörður Hann var búsettur í Hraunprýði í Blésugróf, ókvæntur og barnlaus. Fór á dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnafirði ásamt félögum sínum en varð þar viðskila við þá. Það sást til hans með ókunnum manni þar fyrir utan um miðnætti. Eftir það sást hann einn fótgangandi eftir Reykjavíkurvegi, fyrst í grennd við gatnamótin á Reykjavíkurvegi og Hverfisgötu, skömmu síðar við Engidal í Hafnafirði. Eftir það er ekki vitað um ferðir hans svo öruggt sé. Hvarf hans er talið vera af mannavöldum. [55]
Reynir Dagbjartsson 2. júní 1974 18 ára Laundarreykjadalur Hann var ókvæntur og barnlaus en átti unnustu og var búsettur í Reykjavík. Talinn hafa drukknað í Reyðarvatni í Lundarreykjadal þar sem hann var staddur ásamt nokkrum félögum sínum. [56]
Bjarni Matthías Sigurðsson 28. ágúst 1974 79 ára Snæfellsnes Hann var kvæntur, átti uppkomin börn og búsettur í Ólafsvík. Fór með dóttur sinni og tengdasyni í berjamó á utanverðu Snæfellsnesi í grennd við svokallaða Hólahóla. Hann fór eftir stutta stund við berjatýnslu að sækja sér kaffi í bílinn sem þau höfðu komið á en sást ekki eftir það. Fljótlega hófst umfangsmikil leit og röktu sporhundar slóð Bjarna frá þeim stað sem bifreið þeirra stóð og upp á aðalveg þar sem hún endaði með dreif af berjum eins og hvolfst hefði úr fötu. [57]
Geirfinnur Einarsson 19. nóvember 1974 32 ára Keflavík Hann var búsettur að Brekkubraut 15 í Keflavík, kvæntur og átti tvö börn. Fór frá heimili sínu um kl 22:30 til fundar við óþekkta menn og hefur ekki sést síðan. Bifreið hans fannst skammt frá Hafnarbúðinni í Keflavík en talið er að þar hafi hann átt að hitta þennan óþekkta eða óþekktu menn. Hvarf hans er talið vera af mannavöldum. Bróðir Geirfinns, Runólfur Kristberg hvarf aðeins þriggja á gamall á Vopnafirði árið 1941. [58]
Sigurður Þórir Ágústsson 2. maí 1975 48 ára Reykjanes Sigurður var kvæntur, fimm barna faðir búsettur að Sogavegi 78 í Reykjavík. Hann var menntaður flugvirki. Fór frá heimili sínu um hádegisbil á bifreið sinni í ókunnum erindagjörðum. Daginn eftir fannst bifreið hans skammt frá Reykjanesvita. Sporhundar röktu slóð Sigurðar frá bílnum, út á kletta, þaðan niður í fjöru og svo aftur að bílnum. [59]
Þórarinn Gestsson 8. júní 1976 24 ára Selfoss Hann sást síðast skammt frá brúnni yfir Ölfusá á Selfossi. Hann var ókvæntur og barnlaus og var búsettur að bænum Forsæti í Villingaholtshreppi. [60]
Gunnlaugur Guðmundsson 25. nóvember 1976 70 ára Reykjavík Hann var fæddur og uppalinn á Vopnafirði en búsettur að Barmahlíð 50 í Reykjavík. Gunnlaugur var ókvæntur og barnlaus. Var talsvert þekktur fyrir dansstjórn á skemmtistöðum í Reykjavík og víðar. Hann fór frá heimili sínu í Reykjavík seinni part dags. Eftir það er vitað að hann fór að hitta lækni á Landspítalanum við Hringbraut en eftir það er ekki vitað um ferðir hans. [61]
Sturla Valgarðsson 29. maí 1977 22 ára Blönduós Hann var ókvæntur og barnalus, búsettur að Brekkubyggð 6 á Blönduósi. Skömmu eftir hvarf hans fannst lítill plastbátur á reki fyrir utan Skagaströnd og var talið mögulegt að Sturla hafi af einhverjum ókunnum ástæðum farið út á honum en svo fallið fyrir borð. [62]
Egill Antonsson 17. júní 1978 16 ára Hrísey Lögreglumenn á Dalvík urðu varir við að þeir fjórir silgdu út úr höfninni þar eftir miðnætti á litlum árabát með utanborðsmótor. Fylgdist hann með þeim og taldi sig sjá þá fara inn fyrir innsiglinguna í Hrísey. Síðan hefur ekkert til þeirra spurst og enginn kannast við að hafa séð þá í Hrísey þessa nótt. Báturinn hefur heldur aldrei fundist. [63]
Gunnar Jónsson 17 ára
Símon Jóhann Hilmarsson 18 ára
Stefán Ragnar Ægisson 18 ára
Ólafur Haraldur Kjartansson 19. maí 1979 25 ára Bitrufjörður Hann var ókvæntur og barnalaus, búsettur að Sandhólum í Bitrufirði. Fór frá heimili sínu og skömmu síðar fannst dráttarvél í hans eigu niður við sjó og bátur sem hann átti út á Firðinum. Jafnvel talið að hann hafi ætlað að vitja um net sem hann átti en hann fallið útbyrðis. [64]
Sigurbjartur Björn Sigurbjörnsson 24. október 1979 29 ára Vestmannaeyjar Hann var kvæntur, tveggja barna faðir, búsettur að Hjallabyggð 9 á Suðureyri. Var skipverji á Sigurborgu GK sem var við bryggju í Vestmannaeyjum. Sigbjartur fór í samkvæmi í verbúð um kvöldið ásamt fleirum af skipinu, en fór þaðan fótgangandi um nóttina og ætlaði niður í skip að sofa. Síðan hefur ekkert til hans spurst. [65]
Guðlaugur Kristmannsson 12. febrúar 1980 56 ára Reykjavík Hann var kvæntur, átti einn son og eina stjúpdóttur og var búsettur að Granaskjóli 4 í Reykjavík. Fór fótgangandi til vinnu sinnar snemma morguns en hann var verslunarstjóri í JBP verslun sem var í húsinu að Ægisgötu 4 í Reykjavík (á horni Ægisgötu og Mýrargötu). Þangað kom hann hinsvegar ekki þennan morgun og ekkert hefur spurst til hans síðan. [66]
Björn Bergþór Jónsson 31. júlí 1980 19 ára Þingvellir Björn var búsettur að Suðurvangi 8 í Hafnafirði en Ómar bjó að Smyrlahrauni 46 í Hafnafirði. Voru þeir staddir við Þingvallavatn í sumarbústað með unnustum sínum. Fóru þeir út á vatnið á litlum árabát og sást síðast til þeirra, að talið er um kl 19:00 þetta kvöld. Þrátt fyrir mikla leit hafa hvorki þeir né báturinn fundist. [67]
Ómar Kristjánsson 21 árs
Kristján Árnason 19. janúar 1985 29 ára Reykjavík Hann var ókvæntur en átti einn son og var búsettur í Reykjavík. Eftir að auglýst var eftir honum gáfu sig fram tvö vitni. Annað taldi sig hafa séð hann um borð í Akraborginni á leið upp á Akranes en hitt vitnið taldi sig hafa séð hann á gangi í Breiðholti. Þessar ábendingar urðu þó ekki til þess að hann finndist. [68]
Stefán Þór Hafsteinsson 26. maí 1985 25 ára Þingvellir Hann átti unnustu og stjúpson og var búsettur að Álfaskeiði 86 í Hafnafirði. Fór ásamt tveim öðrum á bát út á Þingvallavatn en ekki liggur alveg fyrir hvort bátnum hvoldi eða hvað skeði en hann fannst mannlaus á vatninu. Lík hinna tveggja einstaklingana fundust skammt frá bátnum en Stefán hefur aldrei funndist. [69]
Eva Bryndís Karlsdóttir 28. apríl 1987 52 ára Vestmannaeyjar Hún var kvænt, fjagra barna móðir sem að var búsett að Hólagötu 16 í Vestmannaeyjum. Hún starfaði sem hótelstjóri í eyjum. Fór frá heimili sínu um klukkan þrjú að nóttu til og hefur ekki sést síðan. [70]
Guðmundur Finnur Björnsson 22. nóvember 1987 20 ára Reykjavík Hann var ókvæntur og barnlaus, frá Hvannabrekku í Berufirði en var búsettur að Tjarnargötu 10 í Reykjavík. Fór út að skemmta sér á skemmtistaðnum Hollywood sem var til húsa í Ármúla í Reykjavík. Varð viðskila við þá sem með honum voru í biðröð fyrir utan staðinn. Virðist hann hafa gegnið úr Ármúla, í gegnum hlíðarnar og út á Reykjavíkurflugvöll þar sem vaktmaður á vellinum hafði afskipti af honum því hann var komin inn á bannsvæði. Skildu þeir samt í góðu og segir vaktmaðurinn að hann hafi séð hann ganga frá flugvellinum í átt að Öskjuhlíð. Eftir það hefur ekkert til hans spurst. Sporhundar sem fengnir voru til leitar röktu slóð hans áður greinda leið en hún endaði þó á bílaplani skammt frá flugvellinum. [71]
Sigtryggur Jónsson 23. desember 1993 73 ára Akureyri Hann var kvæntur og átti uppkominn börn og var búsettur að Hríseyjargötu 21 á Akureyri. Hann fór frá heimili sínu síðdeigis á Þorláksmessu og hefur ekki sést síðan. [72]
Júlíus Karlsson 26. janúar 1994 14 ára Keflavík Þeir komu heim úr skólanum skömmu eftir hádegi og dvöldu þá stutta stund heima hjá Júlíusi en fóru svo út aftur. Eftir það sást til þeirra við olíutankana sem þá stóðu út a Vatnsnesi í Keflavík og eftir það sáust þeir á gangi eftir Faxabraut í Keflavík. Eftir það hefur ekkert til þeirra sést svo vitað sé með vissu. [73]
Óskar Halldórsson 13 ára
Valgeir Víðisson 19. júní 1994 29 ára Reykjavík Hann var ókvæntur en átti einn son og var búsettur að Laugarvegi 143 í Reykjavík og hvarf þaðan að kvöldi til á reiðhjóli. Talinn hafa farið til fundar við óþekkta menn sem hann hafði fengið hótanir frá og tengdust undirheimum Reykjavíkur. Hann hafði hlotið dóma vegna fíkniefnamisferlis og hafði nýlega lent í skulda við hátt setta undirheima menn vegna innfluttnings á fíkniefnum sem komst upp um. Málið hefur aldrei verið upplýst þrátt fyrir að einstaklingar hafi verið grunaðir og yfirheyrðir. [74]
Sveinn Kjartansson 25. september 2000 42 ára Reykjavík Hann var giftur, þriggja barna faðir, búsettur að Logafoldi 165 í Reykjavík. Sveinn starfaði sem pípulagningamaður, var meistari í þeirri iðn og rak fyrirtæki í þeim þeim geira ásamt félaga sínum. Bifreið Sveins fannst mannlaus við Klettagarða í Reykjavík. Ekki er vitað með vissu um ferðir hans eftir það. [75]
Matthías Þórarinsson 27. október 2010 21 árs Kjalarnes Hann var ókvæntur og barnlaus og til heimilis að Stekk á Kjalarnesi. Hann var mikill einfari. Bifreið hans sem var UAZ, frambyggður rússejeppi fannst brunninn í janúar árið 2011 í malarnámu á Kjalarnesi, ekki langt frá heimili hans. Eins fór fram mikil leit í Reykjadal ofan Hveragerðis af honum en ábending barst frá vegfaranda sem taldi sig hafa séð hann þar. Sú leit bara ekki árangur. [76]
Grétar Guðfinnsson 6. febrúar 2013 45 ára Siglufjörður Hann var giftur þriggja barna faðir og var búsettur á Siglufirði. Hann sást síðast yfirgefa heimili sitt á Siglufirði. Eigur hans fundust í fjörunni á Siglufirði. [77][78]
Hörður Björnsson 15. október 2015 25 ára Reykjavík Hann var ókvæntur og barnlaus og var búsettur í Reykjavík. Sást síðast fótgangandi á Laugarásvegi í Reykjavík að nóttu til. Vitni gaf sig fram sem taldi sig hafa séð hann fótgangandi í Reykjadal ofan Hveragerðis skömmu eftir hvarfið og var framkvæmd leit þar sem skilað engum árangri. [79]
Rima Grunskyté Feliksasdóttir 20. desember 2019 45 ára Vík í Mýrdal Hún var fráskilin tveggja barna móðir sem að var búsett að Skygnisöldu 3d á Hellu en hún var fædd og uppalin í Litháen. Rima hafði búið lengi á Íslandi og starfaði hér sem kennari. Bifreið hennar fannst yfirgefinn á bílastæði skammt frá Dyrahólaey. [80]
Sigurður Kort Hafsteinsson 17. febrúar 2022 65 ára Kópavogur Síðast er vitað um ferðir Sigurðs morguninn 17. febrúar í vesturbæ Kópavogs. Umfangsmikil leit stóð að Sigurði á höfuðborgarsvæðinu sem að skilaði ekki árangri. [81]
Friðfinnur Freyr Kristinsson 10. nóvember 2022 42 ára Reykjavík Hann var ókvæntur en átti kærustu og var búsettur á Höfuðborgarsvæðinu. Síðast sást til hans á gangi seinnipart dags í Kugguvogi í Reykjavík. Þegar farið var yfir eftirlitsmyndavélar í nágrenninu sést til manns sem talinn er hafa verið Friðfinnur stinga sér til sunds í sjónum og synda út á haf. [82]
Renars Mezgalis 15. desember 2022 22 ára Þykkvabær Hann var af lettnesku bergi brotinn en var búsettur í Árnesi í Gnúpverjahrepp og var ókvæntur og barnlaus. Bifreið hans fannst mannlaus í flæðarmálinu í Þykkvabæjarfjöru daginn eftir. Fór þá í gang skipulögð leit sem skilaði ekki árangri. [83]
Gunnar Svan Björgvinsson 24. febrúar 2023 40 ára Eskifjörður Síðast er vitað um ferðir Gunnars fyrir utan heimili sitt í Eskifirði. Þegar lýst var eftir honum hafði enginn orðið hans var í tólf daga. Leitin af honum bar engan árangur. [84][85]
Sigrún Arngrímsdóttir 10. júní 2023 51 árs Reykjanes Grunur liggur á að Sigrún hafi verið á ferð um Suðurstrandarveg á Reykjanesi um helgina 9.-11. júní. Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir. Bíll Sigrúnar fannst yfirgefinn á suðurstrandarveginum 12. júní. Leitað var að Sigrúnu víðar án árangurs. [86]
Lúðvík Pétursson 10. janúar 2024 50 ára Grindavík Hann var að vinna við að fylla ofan í sprungur í Grindavík og er talinn hafa fallið ofan í sprungu. Leitað var ofan í sprungunni án árangurs og tveimur dögum seinna var leit hætt vegna öryggisástæðna. Sprungan var talin vera 20-30 metra djúp og var talið vera grunnvatn á botninum. [87][88][89][90]
Daníel Logi Matthíasson 7. febrúar 2024 23 ára Reykjavík Síðast er vitað um ferðir hans í Krónunni á Fiskislóð úti á Granda. Leitin að honum bar ekki árangur. [91]
My Ky Le 26. júlí 2024 52 ára Reykjavík Hann sást síðast um hádegisbil þann 26. júlí og var búsettur að Bústaðavegi 49 í Reykjavík. [92]

Íslendingar horfnir erlendis

breyta
Nafn Dagsetning Aldur Staður Upplýsingar Heimildir
Jón Þórður Sveinsson 1. nóvember 1929 34 ára Grimsby, England Var háseti á togaranum Belgaum. Hann varð viðskila við tvö skipsfélaga sína og sneri hann ekki aftur. [93]
Friðjón Friðriksson 30. janúar 1930 21 árs Oporto, Portúgal Var háseti á flutningaskipinu Vestra sem lá við bryggju í hafnarborginni Oporto á Portúgal. Hann fór frá borði í óljósum erindagjörðum og hefur ekki sést til hans eftir það. [94]
Gísli Ásmundsson 18. janúar 1938 33 ára Hull, England Hann var skipverji á bátnum Sviða sem að lá við bryggju í Hull í Englandi. Hann var í sinni fyrstu ferð með skipinu. Gísli var ókvæntur og barnlaus. Hann var búsettur að Hverfisgötu 5 í Hafnarfirði. [95]
Hjörtur Bjarnason 26. febrúar 1951 49 ára Aberdeen, Skotland Háseti á skipinu Víkingur sem var í söluferð í Aberdeen á Skotlandi. Fór út að borða með tveim skipsfélögum sínum um kvöldið á Stanley hótelið en varð viðskila við félaga sína þar eftir matinn. Sáu félagar hans síðast til hans á talið við bifreiðastjóra fyrir utan hótelið. Eftir það er ekki vitað um ferðir hans. Þegar í ljós kom daginn eftir að Hjörtur hafði ekki skilað sér til skipsins var þar lendum yfirvöldum gert viðvart um hvarf hans. Hjörtur var búsettur á Seyðisfirði. [96]
Halldór Halldórsson 1. apríl 1959 62 ára Burnaby, Kanada Hann var búsettur í fátækrarhverfi í Burnaby í Kanada, skammt við Vancouver. Hann sást síðast þegar að hann tilkynnti nágranna sínum að hann ætlaði að fara í borgina til þess að hafa uppi á morðingja dóttur sinnar. Ekkert hefur spurst til hans eftir það. Systir Halldórs, Anna Halldórsdóttir sem að bjó með honum sagði að hún hafi aldrei heyrt talað um dóttur hans. Hún sagðist fullviss um að hvarf Halldórs hafi komið að mannavöldum. [97]
Guðmundur Óskarsson 15. desember 1963 18 ára Hull, England Aðstoðarvélstjóri á fluttingaskipinu Tröllafoss sem var við bryggju í Hull á Englandi. Fór frá borði í óljósum erindagjörðum. Um kvöldið heyrðu menn einhvern umgang sem þeir töldu koma frá Guðmundi og hann væri að koma aftur um borð. Morguninn eftir sást hinsvegar hvorki tangur né tetur af honum. Guðmundur var ókvæntur á barnlaus, búsettur að Stigahlíð 36 í Reykjavík. [98]
Jón Gunnar Pétursson 6. febrúar 1965 19 ára Cuxhaven, Þýskaland Hann var ókvæntur og barnlaus, búsettur á Hólmavík. Var skipverji á Skúla Magnússyni sem var við bryggju í Cuxhaven í Þýskalandi. Fór frá borði ásamt tveim skipsfélugum sínum en varð viðskila við þá í miðbænum. Eftir það hefur ekkert til hans spurst. [99]
Guðný Helga Hrafnsdóttir Tulinius 17. júní 1986 19 ára Balestrand, Noregur Hún var ókvænt og barnlaus, búsett í Reykjavík en var í sumarstarfi á Hotel Kviknes í Balestrand í Noregi. Yfirgaf hótelið að kvöldi til og sagði ætla fá sé smá göngutúr og að hún yrði ekki lengi. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. [100]
Ari Kristinn Gunnarsson 6. október 1991 30 ára Pumo Ri, Perú Hann var fráskilinn tveggja barana faðir, búsettur að Melasíðu 5 á Akureyri. Var vanur fjallgöngumaður og var að klífa Pumo Ri í Nepal er hann hvarf. Þrem árum áður eða árið 1988 hurfu tveir félagar hans einnig í Nepal við sömu iðju. Líkamsleifar þeirra fundust árið 2018. Ara er hinsvegar enn saknað. [101]
Jakob Fenger 4. júní 2008 56 ára Bermúda Hann var fráskilinn, þriggja barna faðir búsettur að Fossagötu 13 í Reykjavík. Jakob er talinn hafa horfið ásamt skútunni Dicrocia á hafsvæðinu á milli Bermudaeyja og Sant Johns á Nýfundnalandi. Skútuna ætlaði hann að ferja til Íslands fyrir félaga sinn. Það síðasta sem vitað er um ferðir hans er að þennan dag bárust frá honum SMS skilaboð og var hann þá á fyrr greindu hafsvæði. [102]
Friðrik Kristjánsson 31. mars 2013 30 ára Paragvæ Hann var ókvæntur og barnlaus. Það síðasta sem vitað erum um athafnir Friðriks er að hann reyndi að hringja í fyrverandi unnustu sína aðfaranótt 31. mars 2013. Hún var stödd í Kína og náði ekki að svara símtalinu en hann var staddur í óljósum erindagjörðum í Paragvæ. Hvarf Friðriks er talið vera af mannavöldum. [103]
Þorleifur Hallgrímur Kristínarson 13. desember 2014 20 ára Fredrikshaven, Danmörk Hann var ókvæntur og barnlaus og var búsettur í Fredrikshaven í Danmörku. Síðast er vitað um ferðir hans er hann kemur fram í öryggismyndavél í grennd við Hafnarsvæðið í Fredrikshaven. Hann sást á upptökum ganga að bryggjusporðinum í Fredrikshavn og síðan stökkva út í sjóinn. [104][105]
Zaki Ibrahim Hala Mohamed 1. júní 2016 47 ára Egyptaland / Reykjavík Hún var íslenskur ríkisborgari, búsett í Reykjavík og hafði gert það til fjölda ára. Samkvæmt lögreglu á Íslandi hvarf hún í upprunalandi sínu Egyptalandi en á vef Interpol segir að hún hafi horfið í Reykjavík. [106]
Haukur Hilmarsson 24. febrúar 2018 32 ára Sýrland Hann er talinn hafa fallið í stríðsátökum í Sýralandi. Líkamsleifar hans hafa þó aldrei fundist en þarna ytra tók hann þátt í aðgerðum Kúrda sem snérust um frelsun Afrins héraðs í Sýrlandi. [107]
Sean Aloysius Marius Bradley 15. júní 2018 53 ára Selfoss / Malaga, Spánn Hann var íslenskur ríkisborgari og var ókvæntur en átti einn son og var búsettur að Austurvegi 34 á Selfossi. Hann var fyrrum Fiðluleikari hjá Sinfoníuhljómsveit Íslands. Sean var frá Dublin á Írlandi. Var talinn hafa ætlað til Malaga á Spáni en ekkert hefur fengist staðfest um það hvort hann í raun og veru fór frá landinu. Lögreglu var ekki gert viðvart um hvarf Sean fyrr en í mars árið 2020. Í desember 2023 var tilkynnt að sonur Seans vildi fá hann úrskurðaðann látinn. [108][109]
Jón Þröstur Jónsson 9. febrúar 2019 41 árs Dublin, Írland Hann var búsettur í Reykjavík. Hann átti unnustu, tvö börn og tvö stjúpbörn. Var staddur í Dublin á Írlandi ásamt unnustu sinni til þess að spila poker. Hann yfirgaf hótelið sem þau bjuggu á í óljósum erindagjörðum. Skömmu seinna sést hann koma fyrir í öryggismyndavél skammt frá hótelinu en eftir það ekkert til hans spurst. Í október 2020 var fullyrt í frétt Sunday Independent að Jón Þröstur hefði verið myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Tengiliðir fjölskyldunnar vísuðu þessum upplýsingum hins vegar á bug. Í febrúar 2024 var tilkynnt að Írska lögreglan væri byrjuð að rannsaka málið aftur eftir að nýjar vísbendingar komust í ljós um að hann hafi verið myrtur og líkið hans komið fyrir í almenningsgarði í Dublin. Ekkert frekar fréttist með það. [110][111][112]
Magnús Kristinn Magnússon 10. september 2023 36 ára Dóminska Lýðveldið Hann átti bókað flug frá Dóminíska lýðveldinu til Frankfurt, þaðan sem hann átti svo að fljúga heim til Íslands. Magnús mætti á flugvöllinn en missti af vélinni. Þá skildi hann farangur sinn eftir og yfirgaf flugvöllinn. Síðan þá hefur ekkert til hans spurst. [113]

Útlendingar horfnir hérlendis

breyta
Nafn Dagsetning Aldur Staður Upplýsingar Heimildir
Anthony Prosser 6. ágúst 1953 21 árs Öræfajökull Breskir háskólanemar sem voru ásamt fleirum við rannsóknarstörf á Öræfajökli í miklu óveðri. Fóru tveir saman fótgangandi frá hópnum sem þeir voru með í skoðunarferð og sáust ekki eftir það. Hluti viðlegubúnaðar þeirra fannst á jöklinum árið 2006. [114]
Ian Harrison 23 ára
Bernhard Journet 12. maí 1969 22 ára Vestmannaeyjar Hann var frá Frakklandi en hafði dvalið í tvö ár í Vestmannaeyjum og meðal annars unnið þar í fiski. Var mikill náttúruunnandi og fuglaáhugamaður. Dvaldi fyrst í stað í tjaldi en flutti síðar á verbúð. Sást síðast á leið inn í Herjólfsdal seinni part dags, en þegar hann skilaði sér ekki í kvöldmat til kunningjafólks síns eins og ráðgert hafði verið hófst leit af honum sem skilaði engum árangri. [115]
Willy Petersen 16. september 1974 44 ára Reykjavík Hann var ókvæntur sjómaður frá Porkeri í Færeyjum sem dvalið hafði lengi á Íslandi og var síðast búsettur að Hverfisgötu 16 í Reykjavík. Lengi vel var talið að ekki hefði sést til hans síðan 4. september 1974 en nýlega komst í ljós að það var ekki rétt. Í ljós hefur komið að manneskja sem þekkti til hans hitti hann fótgangandi á móts við Laugarveg 28 í Reykjavík og sagðist hann þá vera á leiðinni niður á höfn til að fara á sjó með báti sem þar biði. Niður á höfn kom hann aldrei þennan dag og enginn hefur orðið hans var eftir þetta. [116]
Giuseppe Mirto 13. júní 1994 29 ára Gullfoss Hann var með hópi ferðamanna við Gullfoss. Eftir að fossinn hafði verið skoðaður skilaði hann sér ekki í rútuna sem ók þeim. Umfangsmikil leit var gerð á svæðinu, í og við ánna og fossinn en hún skilaði ekki árangri. [117]
Lettneskur skipverji 12. október 1999 Óvitað Straumsvíkurshöfn Hann var lettneskur skipverji sem að týndist á fluttningaskipinu Mermaid Eagle við Straumsvíkurhöfn 12. október 1999. Manninum var leitað að í nágrenni Straumsvíkurhafnar án árangurs. Nafn hans hefur aldrei verið gefið upp. [118]
Davides Paita 10. ágúst 2002 33 ára Grenivík Hann var ítalskur ferðamaður. Hann fékk að geyma hluta af farangri sínum í sundlauginni á Grenivík meðan hann færi fótgangandi út með firðinum að Látrum. Hann sagðist ætla í síðasta lagi að koma aftur 13. ágúst en eftir það hefur ekkert spurst til hans. [119]
Mathias Hinz 1. ágúst 2007 28 ára Svínfellsjökull Þeir voru þjóðverjar sem að týndust á Svínafellsjökli árið 2007. Tjöld mannanna fundust ofarlega á jöklinum við leit í ágúst 2007. Árið 2010 komu tveir leiðsögumenn Íslenskra fjallaleiðsögumanna auga á klifurlínu sem talin var vera frá Þjóðverjunum í 1.700 metra hæð á jöklinum. Línan var skorðuð í sprungu á milli steina og lágu endarnir niður í snjóinn í bröttu gilinu. [120][121]
Thomas Grundt 24 ára
Christian Mathias Markus 18. september 2014 33 ára Vestfirðir Hann var þýskur ferðamaður sem að sást síðast yfirgefa hótel Breiðavík snemma morguns 18. september 2014. Skömmu eftir hvarf hans fannst bifreið sem hann hafði til umráða yfirgefin á bílastæðinu þar sem farið er út á Látrabjarg. [122]
Bjorn Debecker 10. ágúst 2019 41 árs Þingvellir Hann var tveggja barna faðir sem að var búsettur í Belgíu en var á ferðalagi um Ísland. Kajak sem talinn var vera í hans eigu fannst mannlaus á Þingvallavatni og bakpoki sem var í hans eigu fannst í flæðarmálinu. Tjald hans og annar viðlegubúnaður fannst svo á tjaldsvæði á Þingvöllum. Þrátt fyrir leit þá fannst Bjorn ekki. [123]
Pat­rick Florence Riley 13. maí 2024 45 ára Höfuðborgarsvæðið Hann var frá Bandaríkjunum og lögreglan lýsti eftir honum þann 13. maí 2024, án þess að gefa upp dagsetningu síðasta dag sem að hann sást eða staðsetningu síðast sem að hann sást. [124]

Heimildir

breyta
  1. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 21. september 2023.
  2. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 21. september 2023.
  3. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 21. september 2023.
  4. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 21. september 2023.
  5. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  6. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 21. september 2023.
  7. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 21. september 2023.
  8. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 21. september 2023.
  9. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  10. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  11. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  12. „Dagbók“. Morgunblaðið. 23. ágúst 1932. Sótt 30. desember 2018.
  13. „Fréttir“. Tíminn. 3. september 1932. Sótt 30. desember 2018.
  14. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  15. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  16. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  17. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  18. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  19. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  20. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  21. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  22. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  23. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  24. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  25. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  26. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  27. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  28. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  29. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  30. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  31. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  32. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  33. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  34. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  35. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  36. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  37. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  38. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  39. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  40. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  41. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  42. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  43. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  44. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  45. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  46. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  47. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  48. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  49. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  50. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  51. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  52. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  53. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  54. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  55. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  56. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  57. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  58. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  59. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  60. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  61. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  62. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  63. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  64. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  65. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  66. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  67. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  68. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  69. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  70. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  71. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  72. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  73. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  74. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  75. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 1. október 2023.
  76. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 1. október 2023.
  77. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 1. október 2023.
  78. „Formlegri leit að Grétari hætt - Vísir“. visir.is. 17. febrúar 2013. Sótt 1. október 2023.
  79. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 1. október 2023.
  80. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 1. október 2023.
  81. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 1. október 2023.
  82. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 1. október 2023.
  83. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 1. október 2023.
  84. „Lögreglan lýsir eftir Gunnari“. www.mbl.is. Sótt 1. október 2023.
  85. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 14. janúar 2024.
  86. Gunnarsson, Oddur Ævar (15. júní 2023). „Leita enn að Sig­rúnu Arn­gríms­dóttur - Vísir“. visir.is. Sótt 11. september 2023.
  87. Jósefsdóttir, Sólrún Dögg (13. janúar 2024). „Nafn mannsins sem saknað er eftir vinnu­slysið - Vísir“. visir.is. Sótt 14. janúar 2024.
  88. „Þetta er vitað um mannshvarfið í sprungunni í Grindavík“. Heimildin. 12. janúar 2024. Sótt 14. janúar 2024.
  89. Ragnarsson, Rafn Ágúst (1. desember 2024). „Hætta leitinni að manninum - Vísir“. visir.is. Sótt 14. janúar 2024.
  90. „Sprungan talin vera 20-30 metra djúp“. www.mbl.is. Sótt 14. janúar 2024.
  91. „Lögreglan lýsir eftir Daníel Loga“. www.mbl.is. Sótt 13. mars 2024.
  92. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 5. október 2024.
  93. „Sjómaður týnist á Grimsby“. Morgunblaðið. 5. nóvember 1929. Sótt 29. desember 2018.
  94. „Íslendingur hverfur í Portúgal“. Morgunblaðið. 8. febrúar 1930. Sótt 29. desember 2018.
  95. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  96. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  97. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 23. september 2023.
  98. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  99. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  100. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  101. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  102. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 1. október 2023.
  103. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 1. október 2023.
  104. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 1. október 2023.
  105. „„Enginn getur barist að eilífu gegn ofurefli". DV. 3. febrúar 2017. Sótt 14. október 2023.
  106. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 1. október 2023.
  107. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 1. október 2023.
  108. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 1. október 2023.
  109. Stefánsson, Jón Þór (27. desember 2023). „Vill að faðir sinn verði úr­skurðaður látinn eftir dular­fullt hvarf - Vísir“. visir.is. Sótt 14. janúar 2024.
  110. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 1. október 2023.
  111. Guðmundsdóttir, Auður Ösp (14. október 2023). „Sex Ís­lendingar hafa horfið er­lendis undan­farinn ára­tug - Vísir“. visir.is. Sótt 14. október 2023.
  112. Daðason, Kolbeinn Tumi (2. september 2024). „Nýjar vís­bendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar - Vísir“. visir.is. Sótt 10. febrúar 2024.
  113. Jónsdóttir, Margrét Björk (10. desember 2023). „Sann­færð um að hún eigi ekki eftir að sjá Magnús aftur - Vísir“. visir.is. Sótt 14. október 2023.
  114. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 23. september 2023.
  115. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  116. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  117. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 24. september 2023.
  118. „Tæplega þrjátíu manns leita lettneska skipverjans“. www.mbl.is. Sótt 23. september 2023.
  119. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 1. október 2023.
  120. „Mennirnir taldir af“. Morgunblaðið. 27. ágúst 2007. Sótt 29. Desember 2018.
  121. „Leitað en ekki alltaf fundið“. Morgunblaðið. 23. júní 2014. Sótt 29. Desember 2018.
  122. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 1. október 2023.
  123. „Facebook“. www.facebook.com. Sótt 1. október 2023.
  124. „Lögreglan lýsir eftir Bandaríkjamanni“. www.mbl.is. Sótt 28. júní 2024.