Maniitsoq

Maniitsoqdönsku: Sukkertoppen, eldri stafsetning Manîtsoq) er bær á Vestur-Grænlandi. Í bænum búa um 2534 (2020) íbúar og er hann hluti af sveitarfélaginu Qeqqata.

Bærinn stendur á samnefndri eyju en á meginlandinu eru fjöll sem ná upp undir 2000 metra hæð. Þar eru demanta-, rúbína-, og lapis lazuli (asúrsteins)-námur. Á meginlandinu er talsvert af hreindýrum og sauðnautum. Þau voru flutt þangað frá Norðaustur-Grænlandi upp úr 1960.

TengillBreyta