Mýlildi (fræðiheiti amyloid) er útfelling prótína í vefjum, prótein hlaðast upp á óeðlilegan hátt.

Mynd sem sýnir mýlildi uppsöfnun (bleikt) í smágirni

Á Íslandi er þekkt arfgeng heilablæðing sem stafar af einu geni og kemur fram sem mýlildismein í heilaæðum þannig að tiltekið prótín safnast upp í smáum slagæðum heilans og veldur æðarofi og heilablóðfalli.[1]

Óeðlileg uppsöfnun mýlildis í vefjum getur leitt til mýlildissjúkdóma (amyloidosis) og getur átt þátt í taugahrörnunarsjúkdómum. Útfelling próteina í heila sem mýlildi fylgir Alsheimer sjúkdómum og príonsjúkdómum en próteinin eru af mismunandi gerð.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. „Hvað getið þið sagt mér um arfgeng heilablóðföll?“. Vísindavefurinn.
  2. „Príonsjúkdómar í mönnum og skepnum, Guðmundur Georgsson, 1999“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 19. apríl 2011.

Tenglar

breyta