Blátoppur

(Endurbeint frá Múrmansktoppur)

Blátoppur (fræðiheiti Lonicera caerulea) er runni af geitblaðsætt með mörgum grönnum greinum. Hann verður 1,5-2 metra hár. Laufið er dökkgrænt og oftast með bláleitri slikju. Hann er mjög harðgerð jurt og hentar vel í limgerði. Blómin eru gulhvít og berin hnöttótt og dökkblá. Sum afbrigðin eða undirtegundirnar eru með bragðgóð ber, kölluð Haskap á ensku eftir nafni þeirra á Ainúamáli. Önnur afbrigði hans eru bragðvond og jafnvel talin eitruð.

Blátoppur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Stúfubálkur (Dipsacales)
Ætt: Geitblaðsætt (Caprifoliaceae)
Ættkvísl: Lonicera
Tegund:
L. caerulea

Tvínefni
Lonicera caerulea
L.

Heimild

breyta