Mínoísk byggingarlist

Mínósk byggingarlist er byggingarlist Krítarmenningarinnar svonefndu á eynni Krít á mínóskum tíma. Mínóska menningartímabilið stóð frá um 3100 f.Kr – 1400 f.Kr. Þessu tímabili skipti fornleifafræðingurinn Sir Arthur Evans í þrjú megintímabil sem hann nefndi frummínóskt (3100 – 2100 f.Kr.), miðmínóskt (2100 – 1600 f.Kr.) og síðmínóskt (1600 – 1400 f.Kr.)

Á frummínóskum tíma bjuggu Krítverjar í smáum sveitasamfélögum sem stjórnað var af höfðingjum. Húsin voru gerð ú tígulsteini og verkfæri voru ýmist úr steini eða bronsi.[1]

Á miðmínóska tímanum fóru Krítverjar að byggja risa stórar hallir. Árið 1898 hóf breski fornleifarfræðingurinn Sir Arthur Evans fornleifauppgröft á allmikilli hæð skammt frá borginni Heraklíon á Krít. Hann og félagar hans höfðu ekki unnið lengi þegar þeir komu niður á rústir stórrar byggingar. Á næstu árum grófu þeir upp gríðarmikla höll með um 800 herbergjum skreyttum freskum. Krítverjar lögðu mikla áherslu að gera íbúðarhús sem glæsilegust. Þau voru ríkmannlega skreytt og máluð í skærum litum. Hallirnar þjónuðu ekki aðeins einum tilgangi. Þær voru til dæmis notaðar undir samkomur og hátíðarhöld, geymslustöð fyrir uppskeru og sem verkstæði fyrir listamenn. Hallirnar voru búnar holræsa- og vatnleiðslukerfum, birgðageymslum og fleiru sem gerði það að verkum að þær voru mjög tæknilega þróaðar. Hallirnar voru byggðar á nokkrum hæðum með innan- og utandyra stiga og státuðu ljósbrunnum, þykkum og stórum súlum, skjalageymslum og stórum útivistarsvæðum. Byggingar aðferð þeirra samanstóð af grófum steinum og keramik múrsteinum sem var blandað saman í steypu kubba sem var síðan staflað í veggi hallana. Þekktust mínóskra halla er án efa Knossos en aðrar þekktar hallir eru Malia, Zakros og Fæstos.[2]

TilvísanirBreyta

  1. Guðmundur J. Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson. Þættir úr sögu vestrænnar menningar.
  2. http://www.ancient-greece.org/architecture/minoan-archi.html