Míníbridds
Míníbridds er einfölduð útgáfa af spilinu bridds sem spiluð er á venjulegan spilastokk og er eitt útbreiddasta og vinsælasta spil sem þekkist í dag. Míníbridds var fundið upp í Hollandi í þeim tilgangi að kenna skólabörnum að spila bridds. Fljótlega varð það þó ljóst að míníbridds var tilvalið til að kenna í bridds fyrir alla aldurshópa enda getur spilið verið flókið að læra. Ástæða þess að bridds þykir æskilegt til kennslu í grunnskólum er sú að það þykir góð þjálfun í stærðfræðikunnáttu, samskipti og rökfræði nemenda.
Hægt er að auka erfiðleikastigið jafnt og þétt við kennslu og þar sem ein höndin (spil eins spilarans) eru sýnileg öllum þá býður það upp á mikla möguleika í að reikna út líkur á að spil hinna séu með ákveðnum hætti til að ákvarða bestu spilaleiðir.
Reglur
breytaSpilið er spilað þannig að fjórir spilarar sitja við borðið og eru þeir sem sitja andspænis hvorum öðrum eru par. Pörin eru oft kölluð norður/suður og austur/vestur og sitja þá í viðeigandi áttum. Spilararnir skiptast á að gefa og gefa þeir hverjum spilara 13 spil. Næst telja spilarar punktana sína þannig að ás telur sem 4 punktar, kóngur 3, drottning 2 og gosi 1. Spilararnir segja síðan upphátt hversu marga punkta þeir hafa á hendi. Það spilapar sem hefur samanlagt fleiri punkta ráða því hvað er spilað. Það er þeir ákvarða hvaða litur, ef einhver er „tromp“.
Það fer þannig fram að sá í parinu sem hefur fleiri punkta spilar spilið en hinn leggur spilin sín á borðið þannig að allir sjái. Sá spilari tekur ekki meiri þátt í spilinu og kallast „blindur“. Oft er þó heppilegt þegar um börn er að ræða að sá gangi aftur fyrir félaga sinn og hjálpi honum við ákvarðanatökur. Sá sem spilar kallast sagnhafi og ber saman spilin sín og samherja síns til að ákvarða heppilegan tromplit (hér er miðað við að samanlagður fjöldi spila í litnum sé a.m.k. átta). Hann getur líka ákveðið að enginn litur sé tromp og þá er spilað „grand“. Hann þarf líka að ákvarða hversu marga slagi hann ætlar sér að taka. Hinir tveir spilararnir spila í vörn og eiga að reyna að hnekkja spilinu fyrir sagnhafa með því að koma í veg fyrir að hann nái þeim slögum sem hann sagðist ætla að ná.
Stigagjöf
breytaStigagjöf er þannig háttað að sagnhafi (og félagi hans, blindur) fá stig fyrir hvern slag umfram 6 sem þeir taka ef þeir standa við sögnina. Mismunandi er hvað fæst fyrir hvern slag eftir því hvaða litur er tromp eða hvort spilað er grand.
- ef spilað er í láglitum / eru gefin 20 stig fyrir hvern slag umfram 6.
- ef spilað er í hálitum / eru gefin 30 stig fyrir hvern slag umfram 6.
- ef spilað er í grandi er gefið 40 stig fyrir sjöunda slag og 30 stig fyrir hvern slag umfram það.
Þar að auki fær sagnhafi bónus eftir því hvort spilaður var stubbur eða geim. Allir lágir samningar eru stubbar og er gefið 50 aukastig fyrir að standast stubbinn. En ef sagnhafi vill spila geim fær hann 300 bónusstig. Til þess að sagnhafi nái geimi þarf hann að segjast ætla að fá ákveðið marga slagi (og síðan fá þá). Til þess að spila geim í:
- gröndum þarf að fá a.m.k. 9 slagi
- hálitum / þarf að fá a.m.k. 10 slagi
- láglitum / þarf að fá a.m.k. 11 slagi
Heimildir
breyta- http://www.ebu.co.uk/education/minibridge/default.htm Geymt 28 febrúar 2008 í Wayback Machine
- http://www.bluechipbridge.co.uk/minibridge.htm Geymt 23 febrúar 2008 í Wayback Machine