Málsforræðisreglan

Málsforræðisreglan er meginregla í einkamálaréttarfari felur í sér að málsaðilar geta ráðstafað sakarefni sínu og hagað málsmeðferð sinni að vild, að gættum undantekningum. Meðal þeirra atriða sem málsaðilar geta stjórnað er hvort mál sé höfðað, hvaða dómkröfur þau setja fram fyrir sitt leyti, hverjum sé stefnt af sinni hálfu, og hvort viðkomandi falli frá sinni dómkröfu. Einhverjar undantekningar eru á meginreglunni með heimild þriðju aðila til að stefna sér inn í málið með því að sækjast eftir meðalgönguaðild.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.