Málbjörg er félag um stam á Íslandi og var stofnað árið 1991. Í félaginu er skráðir fólk sem stamar, aðstandendur og talmeinafræðingar.[1] Málbjörg hefur það markmið að ýta undir umræðu um stam í samfélaginu og sinna fólki sem stamar með því að veita vettvang fyrir sjálfshjálp. Til að ná þessu fram hvetur Málbjörg foreldra til að leita til talmeinafræðinga sem úrræði fyrir börn með stam. Ásamt því er fólk með stam hvatt til að tjá sig meira og þar með gera stam sýnilegra í samfélaginu. Ofan á þetta hefur félagið haldið fræðslu um stam fyrir alla sem óska eftir því t.d. í skólum, leikskólum, á Lionsfundum og Rotaryfundum svo eitthvað sé nefnt.[2]

Myndmerki (Lógó) Málbjargar
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Tilvísanir breyta

  1. Íslands, Öryrkjabandalag. „Málbjörg“. Öryrkjabandalag Íslands. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. apríl 2021. Sótt 25. maí 2020.
  2. „Málbjörg – Málbjörg“. Sótt 25. maí 2020.