Lykilorð er bók sem inniheldur biblíuvers fyrir hvern dag. Bókin er íslensk útgáfa af Herrnhuter Losungen sem hefur komið út í Þýskalandi í hartnær tvær aldir. Hefðin er rakin aftur til þess að Nikolaus Ludwig von Zinzendorf kynnti vers dagsins fyrir bræðrasöfnuðinum í Herrnhut 3. maí 1728.

Ný bók kemur út á hverju ári og má finna í henni biblíuvers dagsins, annars vegar úr Gamla Testamentinu og hins vegar úr Nýja Testamentinu auk fleiri kirkjulegra eða trúarlegra texta úr menningarheimi hverjar útgáfu fyrir sig.

Heimildir

breyta

Tengill

breyta