Lucca

borg í Toskana á Ítalíu

Lucca er borg í Toskana sem stendur við ána Serchio nálægt Tyrrenahafi. Borgin er höfuðborg samnefndrar sýslu. Íbúar eru um 85 þúsund talsins. Eitt af helstu einkennum borgarinnar eru borgarmúrarnir sem enn standa.

Útsýni yfir Lucca frá Torre Guinigi.

Lucca er fæðingarborg tónskáldsins Giacomo Puccini. Stærsta myndasöguhátíð Ítalíu, Lucca Comics and Games, er haldin í borginni árlega. Orðsifjar bæjarheitisins eru ekki vitaðar með vissu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.