Lost (hljómsveit)
Lost er hljómsveit frá Akureyri stofnuð 1986 og starfaði til ársins 1989. Meðlimir voru þeir Kristján Pétur (söngur), Rögnvaldur (bassi), Ívar Örn (trommur) , Sigurjón, Siggi Pönk (gítar) og Jóhann (söngur). Hljómsveitin var dugleg við tónleikahald þrátt fyrir að aðstæður til tónleikahalds á Akureyri væru lakar. Hljómsveitin var síðar endurvakin árið 2017 með smá breytingum. Summi (gítar), Pétur (gítar) og Haukur (trommur) komu í stað Ívars sem var hættur að tromma og Sigga sem var fluttur erlendis.
LOST | |
---|---|
Uppruni | Akureyri |
Ár | 1986-1989 / 2017-núverandi |
Stefnur | Pönk |
Meðlimir | Kristján, Rögnvaldur, Pétur Steinar, Sumarliði og Haukur |
Fyrri meðlimir | Ívar Örn og Sigurjón |
Áður hafði hljómsveitin komið fram með nýjum meðlimum í tónleikaveislu sem Rögnvaldur hélt í tilefni stórafmælis árið 2015. [1]
Meðlimir
breyta- Kristján Pétur Sigurðsson, söngur
- Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson, bassi
- Ívar Örn Edvardsson, trommur (1986-1989)
- Sigurjón Baldvinsson, gítar (1986-1989)
- Jóhann Ásmundsson, söngur
- Sumarliði Helgason, gítar (2017-)
- Pétur Steinar Hallgrímsson, gítar (2017-)
- Haukur Pálmason, trommur (2017-)
Útgefið efni
breytaA-hlið | Lengd | B-hlið | Lengd |
---|---|---|---|
One of these days | 2.12 | Nýju skórnir keisarans | 2.41 |
Íslaug | 1.34 | Rokkum og rólum | 2.56 |
Í miklu betra skapi | 1.10 | Norðanpiltur | 3.24 |
Beinagrindin | 2.19 | Þyrnirós | 2.30 |
Ostaskeramorðingjarnir | 2.08 | Hleyptu mér inn | 2.21 |
Myrkrið | 2.22 | Eyvindur | 3.12 |
Vont að moka boginn | 1.45 | ||
Freistarinn | 3.04 |
Tilvísanir
breyta- ↑ Græni Hatturinn (apríl 2021). „Lost og Tvö dónaleg haust“. Sótt mars 2022.