Loki (2. þáttaröð)
Í annarri þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna Loki, sem er byggð á teiknimyndasögum eftir Marvel, er Loki að vinna með Mobius M. Mobius, Hunter B-15, og öðrum meðlimum Tíma afbrigða eftirlitsins (TAE) (e. Time Variance Authority, TVA) til að fara um alheiminn og hliðstæðar víddir hans til að finna Sylvie, Ravonna Renslayer og Miss Minutes. Söguþráðurinn gerist í kvikmyndaheim Marvel (e. Marvel Cinematic Universe, MCU) og samtvinnist saga þáttanna með sögu kvikmyndanna og þáttanna innan þess heims. Þáttaröðin er framleidd af Marvel Studios, en Eric Martin er aðal handritahöfundur þáttaraðarinnar, Justin Benson og Aaron Moorhead fara svo saman með leikstjórn.
Í hlutverki Loka er Tom Hiddleston, sem einnig lék Loka Laufeyjarson í öðrum kvikmyndum innan kvikmyndaheims Marvel. Með honum leika Sophia Di Martino (Sylvie), Wunmi Mosaku (Hunter B-15), Eugene Cordero, Neil Ellice, Owen Wilson (Mobius), Gugu Mbatha-Raw (Renslayer), Tara Strong (Miss Minutes), og Jķnatan Majors, en öll leika þau sömu hlutverk í fyrstu þáttaröð Loka. Meðal nýrra leikara eru Rafael Casal, Kate Dickie, Liz Carr, Ke Huy Quan og Richard Dixon. Hugmyndavinna við aðra þáttaröðina byrjaði í nóvember 2020 og var framleiðsla staðfest í júlí 2021, en Martin, Benson og Moorhead voru allir ráðnir í lok febrúar 2022. Þættirnir voru skotnir í júní 2022 í Pinewood Studios og lauk tökum í október s.á.. Dan DeLeeuw og Kasra Farahani voru kynntar sem viðbótarleikstjórar fyrir þáttaröðina í júní 2023. Önnur þáttaröðin var frumsýnd á Disney+ þann 5. október 2023 og komu sex þættir út, en síðasti þátturinn var sýndur 9. nóvember og var þá orðin staðfestur hluti af fimmta fasa MCU. Gagnrýni voru almennt jákvæð, en þáttunum var lofað fyrir það hvernig sögunni lauk, tónlistina og persónu Loka.
- Loki á IMDb