Lokalausnin
(Endurbeint frá Lokalausnin við gyðingavandamálinu)
Lokalausnin við gyðingavandamálinu (á þýsku: Endlösung der Judenfrage) vísar til áætlunar nasista um að útrýma gyðingum í Evrópu meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð. Hugtakið var smíðað af Adolf Eichmann, háttsettum nasista sem sá um framkvæmd þjóðarmorðsins auk Hitlers. Eftir seinni heimsstyrjöldina var hann handtekinn, dreginn fyrir dóm og tekinn af lífi í Ísrael árið 1962.