Listi yfir örvhenta forseta Bandaríkjanna
Um 13 prósent jarðarbúa eru örvhentir. Alls 7 forsetar Bandaríkja eru eða voru örvhentir. Þeir forsetar sem um ræðir eru James Garfield, Harry S Truman, Gerald Ford, Ronald Reagan, George H. W. Bush, Bill Clinton og Barack Obama.
Margir halda því fram að hlutfall örvhentra Bandaríkjaforseta sé yfir meðaltali en færð hafa verið rök á móti að hlutfall þeirra sé í samræmi við hlutfall örvhentra í heiminum sem er um 13 prósent jarðarbúa. Á árunum 1981 til 2001 voru örvhentir forsetar en það voru þeir Ronald Reagan, George H. W. Bush og Bill Clinton, Barack Obama er nýlegasti örvhenti forsetinn en gegndi embættinu á árunum 2009 til 2017.
Í forsetakosningunum 1992 bar Bill Clinton sigurorð af George H. W. Bush þáverandi forseta Bandaríkjanna. Í kosningunum kom fram sterkur þriðji frambjóðandi að nafni Ross Perot sem var líka örvhentur. Þetta eru enn í dag einu forsetakosningarnar þar sem allir stærstu frambjóðendur eru örvhentir.
Jimmy Carter og George W. Bush eru báðir rétthentir en fyrirrennari og eftirmaður þeirra beggja voru/eru allir örvhentir.