Listi yfir örvhenta forseta Bandaríkjanna

Um 13 prósent jarðarbúa eru örvhentir. Alls 7 forsetar Bandaríkja eru eða voru örvhentir. Þeir forsetar sem um ræðir eru James Garfield, Harry S Truman, Gerald Ford, Ronald Reagan, George H. W. Bush, Bill Clinton og Barack Obama.

Barack Obama skrifar með vinstri hendi en hann er örvhentur

Margir halda því fram að hlutfall örvhentra Bandaríkjaforseta sé yfir meðaltali en færð hafa verið rök á móti að hlutfall þeirra sé í samræmi við hlutfall örvhentra í heiminum sem er um 13 prósent jarðarbúa. Á árunum 1981 til 2001 voru örvhentir forsetar en það voru þeir Ronald Reagan, George H. W. Bush og Bill Clinton, Barack Obama er nýlegasti örvhenti forsetinn en gegndi embættinu á árunum 2009 til 2017.

Í forsetakosningunum 1992 bar Bill Clinton sigurorð af George H. W. Bush þáverandi forseta Bandaríkjanna. Í kosningunum kom fram sterkur þriðji frambjóðandi að nafni Ross Perot sem var líka örvhentur. Þetta eru enn í dag einu forsetakosningarnar þar sem allir stærstu frambjóðendur eru örvhentir.

Jimmy Carter og George W. Bush eru báðir rétthentir en fyrirrennari og eftirmaður þeirra beggja voru/eru allir örvhentir.