Eldlilja (fræðiheiti: Lilium bulbiferum) er liljutegund ættuð frá Mið og S-Evrópu.[1] Hún skiftist í tvær undirtegundir: L. b. var. croceum (Chaix) Baker í vesturhluta svæðisins, og L. b. var. bulbiferum í austurhlutanum. Einungis L. b. var. bulbiferum myndar hina einkennandi æxlilauka í blaðöxlum.

Eldlilja

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar(Monocot)
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Ætt: Liljuætt (Liliaceae)
Undirætt: Lilioideae
Ættkvísl: Lilium
Tegund:
L. longiflorum

Tvínefni
Lilium longiflorum
L. 1753 ekki Thunb. 1794
Samheiti
Synonymy
  • Lilium atrosanguineum H.Vilm.
  • Lilium aurantiacum Weston, 1772
  • Lilium biligulatum Baker
  • Lilium chaixii Maw
  • Lilium croceum Chaix
  • Lilium elatum Salisb.
  • Lilium fulgens E.Morren ex Spae
  • Lilium fulgens W.H.Baxter
  • Lilium haematochroum Lem.
  • Lilium humile Mill., 1768
  • Lilium lateritium Baker
  • Lilium latifolium Link
  • Lilium luteum Gaterau, 1789
  • Lilium pictum Baker
  • Lilium pubescens Bernh. ex Hornem.
  • Lilium sanguineum Lindl.
  • Lilium scabrum Moench, 1794
  • Lilium sibiricum Willd.
  • plus many names at the varietal level

Lýsing breyta

Plönturnar verða 40 til 150 sm háar. Þær hafa löng lensulaga blöð, stakstæð. Blómgun er frá júlí til ágúst, og blómin yfirleitt rauðgul (með brúnum dröfnum) á toppi stöngulsins. Liturinn getur þó verið frá gulum yfir í eldrauðan. Henni er auðfjölgað með æxlilaukum og finnst því sem slæðingur hérlendis.[2] Harðgerð.[3][4]

 
Nærmynd af æxlilaukum Lilium bulbiferum var. bulbiferum

Tilvísanir breyta

  1. „Lilium bulbiferum L. | Plants of the World Online | Kew Science“. Plants of the World Online (enska). Sótt 27. október 2023.
  2. Sigurgeirsdóttir, Erna Agnes (25. júlí 2017). „Skrautblóm í harðgerðri náttúru: Eldlilja trónir ein á heiði fyrir ofan Þórshöfn - Vísir“. visir.is. Sótt 27. október 2023.
  3. „Lilium bulbiferum“. Garðaflóra. Sótt 27. október 2023.
  4. Akureyrarbær. „Garðaflóra“. Lystigarður Akureyrar. Sótt 27. október 2023.
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.