Li Wenwen
- Þetta er kínverskt nafn: kenni- eða fjölskyldunafnið er Li, eiginnafnið er Wenwen.
Li Wenwen (kínverska: 李雯雯, Pinyin: Lǐ Wén-Wén; fædd 5. mars 2000) er kínversk lyftingakona, Ólympíumeistari, heimsmeistari og Asíumeistari sem keppir í +87 kg flokki kvenna.[1]
Íþróttaferill
breytaÁrið 2019 keppti hún á heimsmeistaramóti IWF [2] í Fuzhou, vann silfurverðlaun og setti heimsmet unglinga í í +87 kg flokki. [3] Síðar árið 2019 keppti hún á Asíska meistaramótinu í lyftingum 2019 í +87 kg flokki. Í réttstöðulyftu setti hún heimsmet með 147 kg lyftu, og vann til gullverðlauna í öllum lyftum.
Hún keppti fyrir hönd Kína á Sumarólympíuleikunum í Tókýó í Japan árið 2020. Hún keppti í +87 kg flokki kvenna og vann til gullverðlauna með nýju Ólympíumeti 320 kg.[4]
Heimildir
breyta- ↑ „China collect 31 golds, breaking 9 records at IWF World Cup“. xinhuanet. Afrit af upprunalegu geymt þann 27 febrúar 2019. Sótt 27. febrúar 2019.
- ↑ „IWF World Cup Fuzhou Start List“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 28. febrúar 2019. Sótt 23. maí 2022.
- ↑ „IWF World Cup Fuzhou Results“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 28. febrúar 2019. Sótt 23. maí 2022.
- ↑ „Women's +87 kg Results“ (PDF). 2020 Summer Olympics. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 2 ágúst 2021. Sótt 2. ágúst 2021.