Leitin (tölvuleikur)

Leitin er íslenskur tölvuleikur sem kom út fyrir Sinclair Spectrum árið 1989 og var hannaður og þróaður af Magnúsi Kristni Jónssyni og Matthíasi Guðmundssyni. Leikurinn er textaævintýri þar sem spilarinn fer í hlutverk blaðamanns sem er í leit að týndum fjársjóði.[1][2]

Heimildir breyta

  1. „Nýr íslenskur tölvuleikur“. Morgunblaðið. 21. desember 1989. Sótt 15. nóvember 2020.
  2. „Íslenski Spectrum leikurinn Leitin – myndband“. Nörd norðursins. 12. desember 2011. Sótt 15. nóvember 2020.

Tenglar breyta