Spilasalur
(Endurbeint frá Leikjasalur)
Spilasalur eða leikjasalur er staður þar sem hægt er að spila leiki í spilakössum eins og tölvuleiki, kúluspil, billiard, þythokkí og fleiri leiki sem hægt er að setja af stað með smámynt eða sérstökum spilapeningum. Í sumum löndum eru leyfilegir spilakassar sem bjóða upp fjárhættuspil eins og fjárhættuspilakassar og tíkallakassar.
Tölvuleikir héldu innreið sína í spilasali á 8. áratug 20. aldar og nutu mikilla vinsælda fram á 10. áratuginn, en dregið hefur úr vinsældum þeirra eftir að leikjatölvur náðu sambærilegri getu og spilakassarnir.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist spilasölum.