Leigubíll
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Leigubíll er bíll sem er keyrður af atvinnubílstjórum sem fólk getur pantað til að fara á milli staða. Leigubílstjórar eru bílstjórar sem hafa réttindi til að keyra fólk í atvinnuskyni og vinna oftast fyrir leigubílastöðvar sem hafa vottun frá Samgöngustofu. Algengast er að fólk sitji í aftursætinu á leigubíl þótt engin krafa sé gerð um það.