Légal gildra
(Endurbeint frá Legal mát)
Légal gildra er gildra í philidor vörn þar sem hvítur fórnar drottningu þar sem mát fylgir ef svartur þiggur fórnina. Gildran heitir eftir Legall de Kermeur (betur þekktur sem Sire de Légal).
a | b | c | d | e | f | g | h | ||
8 | 8 | ||||||||
7 | 7 | ||||||||
6 | 6 | ||||||||
5 | 5 | ||||||||
4 | 4 | ||||||||
3 | 3 | ||||||||
2 | 2 | ||||||||
1 | 1 | ||||||||
a | b | c | d | e | f | g | h |
Gildran getur komið upp á nokkra vegu og eftir nokkrum leikjaröðum en einfaldasta leiðin er eftirfarandi:
- 1.e4 e5
- 2.Rf3 d6
- 3.Bc4 Bg4
- 4.Rc3 g6?
- 5.Rxe5! Bxd1??
- 6.Bxf7! Ke7
- 7.Rd5#