Lausafjárbók
Lausafjárbók er þinglýsingabók sem er frábrugðin hinum að því leiti að skjöl hennar eru færð á tiltekinn eiganda en ekki tiltekna eign. Þrátt fyrir nafn bókarinnar vísi til lausafjár ber að merkja að hægt er að veðsetja lausafé í fasteignabók og til staðar eru sérstaklega tileinkaðar þinglýsingabækur fyrir einstakar tegundir lausafjár, sem sagt bifreiðabók og skipabók.