Langeyri
Langeyri er stór og slétt eyri í landi jarðarinnar Eyrardals í Álftafirði rétt sunnan við Súðavík. Innan við eyri er gott skipalægi því þar er aðdjúpt og skjól fyrir flestum áttum. Fyrr á öldum var þar bækistöð Þjóðverja og síðar Hollendinga og enn seinna Englendinga. Norðmenn reistu hvalveiðistöð á Langeyri um 1890 en þeir reistu einnig tvær aðrar hvalveiðistöðvar í Súðavíkurhreppi og voru þær á Dvergasteinseyri í Álftafirði og Uppsalaeyri í Seyðisfirði.