Lakshadweep er eyjaklasi í Lakkadívahafi 200 til 440 km suðvestur af suðurodda Indlands. Eyjarnar eru alríkishérað Indlands. Tíu þeirra eru í byggð og er samanlagður íbúafjöldi um 65 þúsund. Yfir 90% íbúa eru múslimar og 85% tala malajalam. Undirstaða efnahagslífs eyjanna eru túnfiskveiðar og kókosrækt en ferðaþjónusta fer líka vaxandi.

Kort sem sýnir staðsetningu Lakshadweep
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.