Lagaskil
Lagaskil í lögfræði eiga sér stað þegar gildistaka laga breytir þáverandi réttarástandi. Eftir atvikum gætu aðilar verið taldir eiga réttmætar væntingar til að eldra réttarástandið eigi áfram við um þau réttarsambönd sem þeir höfðu stofnað fyrir breytinguna og réttarsamböndunum veitt varanlegt frávik frá hinu nýja réttarástandi eða aðilum fenginn ákveðinn aðlögunarfrestur til að breyta því. Þá gæti þurft að kveða sérstaklega á um hvernig afgreiða skuli tiltekin mál sem höfðu byrjað á meðan eldra réttarástandið varaði en var ekki lokið áður en breytingin öðlaðist gildi, eins og meðferð óafgreiddra umsókna.