Lafferkúrfa

(Endurbeint frá Lafferkúrfan)

Lafferkúrfa (einnig ferill Laffers) er ferill notaður til að skýra teygni á milli skatttekna og skattprósenta, fyrst sett fram af hagfræðingum Arthur Laffer. Lafferkúrfan sýnir að við ákveðna skattprósentu næst hámark skattekna, sem þýðir að hækkun á skattprósentu mun ekki skila auknum tekjum í ríkssjóð, heldur þvert á móti munu skatttekjur minnka.

Samkvæmt kenningu Laffers mun 0% skattheimta og 100% skattheimta skila því sama til ríkissjóðs eða 0 krónum. Það gefur auga leið af hverju 0% skattheimta gefur 0 kr í ríkissjóð. Ástæða þess að 100% skattheimta gæfi líka 0% er sú að slíkt myndi fæla fólk frá því að afla sér tekna, þar sem hvort eð er allar tekjur færu í skatt.

Þetta er einmitt útgangspunktur Arhur Laffer, að almenningur þolir skattheimtu upp að vissu marki. Ef skattheimta verður of mikil dregur það úr vilja almennings til að afla sér tekna, þar sem of lítill hluti (að þeirra mati) rennur beint í eigið veski.

Tengill

breyta