Lýrufuglar (fræðiheiti: Menuridae) eru ætt spörfugla, sem telur aðeins tvær tegundir, skartlýrufugl (Menura novahollandiae) og prinslýrufugl (Menura alberti) sem báðar lifa í Ástralíu. Stundum eru lýrufuglar flokkaðir í sér undirættbálk ásamt kjarrhölum. Á mörgum myndum af skartlýrufuglum eru þeir með stélfjaðrinnar upp eins á páfugli en í raun leggja þeir þær alveg yfir sig. Skartlýrufuglar herma stundum eftir hljóðum. Lýrufuglar voru lengi veiddir vegna fjaðranna og eru þeir núna sjaldgæfir. Lítið er vitað um hinn mannfælna prinslýrufugl.

Lýrufuglar
Skartlýrufugl (Menura novahollandiae)
Skartlýrufugl (Menura novahollandiae)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Spörfuglar (Passeriformes)
Ætt: Menuridae
Ættkvísl: Menura
Latham, 1802
Tegundir