Lúxor (arabíska: الأقصر al'uqsur sem þýðir hallirnar) er borg í suður-Egyptalandi. Íbúar eru um 422.000 (2021). Þar eru rústir fornegypsku borgarinnar Þebu. Lúxor er ein elsta byggða borg heims. Hún er ein þurrasta borg heims (1 mm ársúrkoma) og fer hitinn á sumrin vanalega yfir 40 gráður á daginn.

Lúxor.