Lögvarðir hagsmunir

Lögvarðir hagsmunir er skilyrði sem dómkrafa þarf að uppfylla, bæði hvað varðar þann aðila sem setur hana fram sem og þann sem á að verjast henni. Gróflega séð felast þeir í því að bæði sóknaraðili og varnaraðili þurfa að hafa nægilega beina og sérstaka hagsmuni af því að leyst sé úr kröfunni, eins og hún er lögð fram, fyrir dómstólum.

Meginreglan er að hinir lögvörðu hagsmunir þurfi að vera til staðar við höfðun málsins og á meðan rekstri þess stendur, en ef þá skortir vísar dómari þeirri dómkröfu frá dómi.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.