Lögmál um minnkandi jaðarframleiðslu
Í hagfræði er Lögmálið um minnkandi afrakstur (einnig kallað lögmálið um minnkandi jaðarframleiðslu) lækkun á jaðarframleiðslu þegar magn eins framleiðsluþáttar er aukið smám saman, á meðan öllum öðrum framleiðsluþættum er haldið föstum.[1] Lögmálið um minnkandi jaðarfremleiðslu segir að í framleiðsluferli muni aukning í framleiðsluþætti (t.d. vél eða vinnuafl) um eina einingu, á meðan öllum öðrum framleiðsluþáttum er haldið föstum, á einhverjum tímapunkti skila lægri framleiðslu á hverja einingu framleiðsluþátta.[2][3] Lögmálið um minnkandi jaðarframleiðslu veldur ekki lækkun á heildarframleiðslu, heldur skilgreinir það punkt á framleiðsluferlinum þar sem framleiðsla viðbótar einingar af vöru mun leiða til taps og er þekkt sem neikvæð jaðarframleiðsla. Við minnkandi jaðarframleiðslu er framleiðslumagn jákvætt, en framleiðni og skilvirkni minnkar.
Þegar jaðartekjur eru jafnar jaðarkostnaði er hagstæðast að hætta að auka við framleiðsluþátt eða hætta eftirspurninni eftir framleiðsluþætti.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Diminishing Returns“. Encyclopaedia Britannica. Encyclopaedia Britannica. 27. desember 2017. Sótt 22. apríl 2021.
- ↑ Samuelson, Paul A.; Nordhaus, William D. (2001). Microeconomics (17th. útgáfa). McGraw-Hill. bls. 110. ISBN 0071180664.
- ↑ Erickson, K.H. (6. september 2014). Economics: A Simple Introduction. bls. 44. ISBN 978-1501077173.