Lög um ríkisborgararétt á Indlandi 2019
Lög um ríkisborgararétt 2019 eru stjórnarskrárbreyting sem samþykkt voru á indverska þinginu 11. desember 2019. Lögin eru endurbætur á lögum frá 1955 um ríkisborgararétt og gera ólöglegum innflytjendum af ákveðnum minnihluta trúarhópum (hindúar, síkar, búddistar, jainistar, parsar og kristnir) kleift að fá ríkisborgararétt ef þeir hafa flúið vegna ofsóknir frá Pakistan, Bangladesh og Afganistan fyrir desember 2014. Engin ákvæði eru um veita megi múslimum frá þessum löndum ríkisborgararétt á sömu forsendum. Þetta er í fyrsta skipti sem trú hefur verið notuð opinberlega í indverskum lögum til að velja út þá sem geta fengið ríkisborgararétt. Lögin eru mjög umdeild og þeim hefur verið víða mótmælt.