Líflandafræði
Líflandafræði fæst við rannsóknir á dreifingu líffræðilegs fjölbreytileika í tíma og rúmi. Hún þróaðist út frá þróunarlíffræði á 7. áratugnum. Dreifingu lífvera er oft hægt að skýra með sögulegum þáttum eins og tegundamyndun, útdauða, landreki, ísmyndun og breytingum á sjávarstöðu og árfarvegum auk tiltækrar orku.
Líflandafræði notar gjarnan landfræðileg upplýsingakerfi og stærðfræðilíkön til að skilja og spá fyrir um dreifingu lífvera.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Category:Biogeographical maps.