Lárós
Lárós gengur inn af Látravík í Eyrarsveit, norðan undir Búlandshöfða og vestan við fjallið Stöð við Grundarfjörð. Lárós er ós Lárvaðals og hefur verið þar laxeldi allt frá þá er Lárós var stíflaður árið 1965. Vatn þetta er um 1,6 ferkílómetri að umfangi og 11 metrar niður þar sem mest er dýpi. Mikið er af bleikju í sjálfu vatninu, Lárvaðli, en við lónið hefur verið gerð um 160 ha stífla og er meðaldýpi þar 2,5-3 m.
Heimildir
breyta- Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, L-R. Örn og Örlygur.
- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.