L'Artiste peintre (ísl: Listmálarinn) eftir belgíska teiknarann Morris og höfundinn Bob de Groot er 71. bókin í bókaflokknum um Lukku Láka. Bókin kom út árið 2001 og hefur ekki verið gefin út á íslensku.

Kápa frönsku útgáfu bókarinnar.

Söguþráður

breyta

Listmálarinn Frederic Remington er á ferð um Villta Vestrið. Yfirvöld fá Lukku Láka til að fylgja honum þar sem ýmsar hættur geta steðjað að á leiðinni. Æðsti draumur Remington er að finna indíánagoðsögnina Hiawatha og fá að mála af honum mynd. Á krá einni lendir Remington í útistöðum við hinn hefnigjarna Curly. Lukku Láki afvopnar bandíttann, en í kjölfar þess veitir Curly þeim kumpánum eftirför til að ná sér niðri á þeim. Eftir viðkomu í róstusömum bæ, Hound Dog City, halda Lukku Láki og Remington út í óbyggðirnar til að finna Hiawatha, en Curly er enn á hælum þeirra.

Fróðleiksmolar

breyta
  • Bandaríski listamaðurinn Frederic Sackrider Remington (1861-1909), sem sagan hverfist um, er þekktastur fyrir samtímamyndir sínar af lífinu í Villta Vestrinu. Nokkur af hans frægustu verkum má sjá í bókinni, t.d. Árásina á vagnalestina (Attack on the supply wagons) frá árinu 1905.
  • Í umsögnum um bókina á aðdáendasíðu Lukku Láka (bangbangluckyluke.com) fær hún afleita dóma.