Kynþáttamörkun[1] á við um það þegar kynþáttur og/eða húðlitur er notaður til þess að greina á milli einstaklinga eða hópa fólks og mismunun gagnvart þeim réttlæt á slíkum forsendum. Slík mörkun á fólki byggir oft á ómeðvitaðri hlutdrægni og staðalímyndum.

Í löggæslu birtist kynþáttamörkun með þeim hætti að einstaklingur eða hópur fólks er grunaður um saknæmt athæfi vegna kynþáttar og/eða húðlits frekar en sönnunargagna.

Tilvísanir

breyta
  1. Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu (19. maí 2022). „Kynþáttamörkun“. Kjarninn. Sótt 22. maí 2022.