Kvöldmatur
(Endurbeint frá Kvöldverður)
Kvöldmatur (eða kvöldverður) er máltíð sem er snædd eftir klukkan 6 á Íslandi. Á íslensku er einnig til orð eins og: aftanverður, kvöldskattur og náttverður í sömu merkingu. Orðið kvöldverður er stundum einnig haft um (virðulega) veislumáltíð sem fer fram að kvöldi til.