Kvískerjabræður voru bræður úr fjölmennum systkinahópi úr Kvískerjum í Öræfasveit sem fæddust á fyrri hluta 20. aldar. Þeir voru þekktir fyrir þekkingu sína, uppfinningar og fræðastörf:

Helgi var góður teiknari, uppfinningamaður og frumkvöðull. Hann fann til dæmis upp verkfæri sem gerir rúning fjár léttari.

Hálfdán (fæddur 14. mars 1927, dáinn 13. febrúar 2017 ) var sjálfmenntaður náttúrufræðingur og þjóðkunnur fyrir fjölbreytt náttúrugripasafn og yfirgripsmikla þekkingu á jurta- og dýralífi.

Sigurður skráði sögu Öræfasveitar og ýmsar merkar frásagnir úr sveitinni. Hann var í ritnefnd Skaftfellings og ritaði fjölmargar greinar í blaðið.

Flosi lagði mikla stund á jökla- og náttúrufræði og var sjálflærður í ýmsum erlendum tungumálum með aðstoð orðabóka og málakennslu útvarpsins. Öll menntun hann byggðist á heimanámi. Flosi ræddi helst við erlenda fræðimenn sem komu að Kvískerjum vegna málakunnáttu sinnar.

Önnur systkini þeirra breyta

  • Ari Björnsson, (fæddur 2. júní 1909, dáinn 1. maí 1982.)
  • Páll Björnsson, (fæddur 25. mars 1914, dáinn 14. mars 1993.)
  • Ingimundur Björnsson, (fæddur 4. febrúar, 1921, dáinn 16. september 1962.)
  • Guðrún (yngri) Björnsdóttir, (fædd 14. júlí 1910, dáin 24. desember 1999.)
  • Guðrún (eldri) Björnsdóttir, (fædd 30. apríl 1908, dáin 7. desember 1991.)