Kujavíska-Pommern (hérað)
Kujavíska-Pommern (pólska: województwo kujawsko-pomorskie) er hérað í Mið-Póllandi. Það var stofnað þann 1. janúar 1999 við sameiningu nokkurra eldri héraða. Stærstu borgirnar í héraðinu og sameiginlegu höfuðborgir þess eru Bydgoszcz og Toruń. Árið 2011 voru íbúar héraðsins 2.072.000 samtals. Flatarmál héraðsins er 17.969 ferkílómetrar.