Kristmennska [1] er ein tegund af mismæli, sem lýsir sér aðallega í því að menn gera stafavíxl á milli orða. Dæmi: maður nokkur ætlar að fá að tala við Úlfar á Ingveldarstöðum en biður þess í stað um Ingvar á Úlfaldarstöðum. Orðið er kennt við Kristmann nokkurn Þorkelsson sem vann í Íshúsinu í Eyjum. Hann var þekktur fyrir mismæli sín.

Til eru margar sögur af honum og er þetta ein þeirra:

Eitt sinn kom skip til Eyja með vörur til Ísfélagsins. Um það leyti, sem uppskipun átti að hefjast, fór rafmagnið. Kristmann snaraðist þá í símann og hringdi í rafveituna og mælti: „Þetta er Ísmann í Kristhúsinu. Það er komið skip með ol og kolíu og ekkert hægt að gera fyrir dimmuleysi“. [2]

Vegna þessa var hann oft nefndur Ísmann í Kristhúsinu. Talað er um að kristmenna þegar menn brengla setningar með þessum hætti. [3]

Tilvísanir

breyta
  1. Morgunblaðið 1996
  2. Morgunblaðið 1982
  3. Morgunblaðið 1984
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.