Kristján Einar Kristjánsson

íslenskur kappakstursmaður

Kristján Einar Kristjánsson (fæddur 8. janúar 1989) er íslenskur kappakstursmaður sem keppti í Formúlu 3 mótaröðinni.

Kristján Einar Kristjánsson
Fæddur8. janúar 1989
Þekktur fyrirKappakstursmaður í F3
Vefsíðakristjaneinar.com

Go-kart

breyta

Kristján Einar fæddist í Garðabæ. Kristján hóf go-kart kappaksturs feril sinn fjórtán ára gamall.

Kristján endaði í áttunda sæti á fyrsta keppnis tímabilinu hans 2003. Árið eftir endaði hann tímabilið í fjórða sæti og 2005 kom hann annar í keppninni. Hápunktur go-kart ferils hans var 2006 með Íslandstitli í go-kart.

Toyota Racing Series

breyta
 
Kristján í go-kart.

Við upphaf eins sæta kappakstra ferils Kristjáns nýtt hann sér mismunandi veðurfar heimsins. Yfir vetur tímann í Bretlandi, leit Kristján Einar á suður heimsskautið sem tækifæri til að öðlast þekkinguna sem hann þurfti, hann fór til Nýja Sjálands til að keppa í sínum fyrsta alþjóðlega kappakstri. Þar var liðsfélagin hans Matt Halliday í liðinu Triple X Motorsport. Í Nýja Sjálandi náði Kristsján Einar þeirri nauðsynlegu reynslu til að mega taka þátt í 2008 tímabilinu af Bresku Formula 3.

Breska Formúla 3 - 2008

breyta
 
Kristján Einar að keppa í Toyota Racing Series.
 
Kristján Einar að keppa í Bresku Formúlu 3 árið 2008 á Spa-Francorchamps.

Fyrsta heili kappakstur Kristján Einars í eins sæta kappakstri var 2008 tímabil Bresku Formula 3. Þar keppti hann með liðinu Carlin Motorsport.

Kristján átti óhefðbundið upphaf ferilsins komandi frá landi með litla kappakstursmöguleika og að stökkva nánast beint frá go-kart yfir í eitt af bestu liðum keppnisraðarinnar, það vakti mikla athygli. Kristján Einar keppti í aljþóðlega flokknum og komst á sinn fyrsta verðlaunapall í þriðju umferð tímabilsins, á kappakstursbrautinni Monza í Ítalíu.

Vegna fjárhagslega örðugleika sem stöfuðu af bankahruninu á Íslandi náði Kristján Einar ekki að klára tímabilið og tók ekki þátt í þremur seinustu kepnnunum. Þrátt fyrir það endaði hann í sjönda sæti í sínum flokki. Kristján var hluti af sterku Carlin liði, liðsfélagi hans í aljþóðlega flokknum var Andre Meyrick. Vegna sterkrar stöðu og mikillar reynslu liðsins gaf það Kristjáni gullið tækifæri til að verða að betri ökumanni óvenju hratt.

2009 Evrópska F3 Opna tímabil

breyta

2009 skrifaði Kristján undir samning á síðustu mínutunni með Breska kappaksturs liðinu West-Tec, um að fá að taka þátt í 2009 tímabilinu á Evrópska F3 Opnu meistarakeppnarinnar, þar var liðsfélagi hans Christian Ebbesvik og Callum MacLeod. Kristján keppti á Dallara 306 vagni, sem gaf honum tækifæri til að keppa fyrir bæði heildarheiður og Copa bikarinn. Kristjánn komst fyrst á verðlaunapall á brautinni Donington Park.

Prufukeyrsla

breyta
 
Kristján Einar í prufum fyrir Atlantic meistarakeppnina.

Kristján Einar hóf ferillinn sinn að prufukeyra Formúlu BMW með Carlin Motorsport yfir seinni hluta 2007 tímabilsins með það markmið í huga að komast í Formúlu BMW Bresku meistarakeppnarinnar. Þegar keppnisröðin breyttist í Formúlu BMW Evrópa var Kristjáni boðið að prufukeyra kraftmeiri bíla hjá Carlin Motorsport.

Eftir árangursríkt ár í Bresku Formúlu 3 byrjaði Kristján að skoða aðra möguleika. Hann leit þá til Bandaríkjanna og byrjaði að prufukeyra fyrir Newman Wachs Racings fyrir Atlantic meistarakeppnina. Eftir góðan árangur á Sebring brautinni fékk Kristján boð um samning fyrir 2009 tímabilið af Atlantic meistarakepnninni en þegar styrktaraðilar hættu við varð ekki úr því.

Kristján Einar er enn mikill Formúlu aðdáandi, hann lýsir Formúlu 1 á Íslandi ásamt Braga Þórðarson, einnig eru þeir með podcast undir nafninu Pitturinn þar sem þeir ræða allt tengt Formúlu 1.

Ytri tenglar

breyta