Kris eða kriss er ósamhverfur langur rýtingur með einkennandi öldóttu blaði sem er notaður sem vopn og sem hluti af hátíðarbúningi í Suðaustur-Asíu, sérstaklega í Indónesíu. Svipað sverð frá Filippseyjum heitir kalis.

Kris

Krishnífar eru oft erfðagripir og stundum helgigripir þar sem sumum hnífum fylgir lán og öðrum ólán. Slíkir hnífar voru gjarnan bornir sem stöðutákn.