Trúarjátning (kristni)
(Endurbeint frá Kredda)
Trúarjátning er stuttur texti, sem staðfestir meginatriði trúarinnar. Á latínu er upphafsorðið í þekktustu játningunum credo, sem þýðir ég trúi. Þaðan er komið íslenska orðið kredda, sem oftar er þó haft í niðrandi merkingu. Á erlendum málum er sömuleiðis oft notað um trúarjátningu orðið symbol, sem merkir tákn, því að staðfesting á mikilvægustu trúaratriðum er tákn um trúna.
Helstu kristnar trúarjátningar
breyta- Postullega trúarjátningin.
- Níkeujátningin (einnig kennd við Níkeu-Konstantínópel).
- Aþanasíusarjátningin.
- Ágsborgarjátningin (lúthersk).
- Fræði Lúthers minni (lúthersk).
Ítarefni
breyta- Einar Sigurbjörnsson: Kirkjan játar - Játningarrit íslensku þjóðkirkjunnar, Reykjavík 1980.