Kotlin (forritunarmál)

Kotlin er kyrrlegt-tagað (e. static-typed) forritunarmál sem sérstaklega hefur verið notað (og upphaflega búið til fyrir) forritun fyrir Android stýrikerfinu, en er nothæft fyrir iOS líka og t.d. Windows, þ.e. fyrir almenna forritun. Kotlin keyrir á Java sýndarvél og það er einnig hægt að þýða í JavaScript kóða eða nota LLVM þýðandaumhverfi (þ.e. fyrir „native“ kóða). Kotlin var hannað af hópi JetBrains forritara frá Pétursborg í Rússlandi. Android Studio 3 þróunarumhverfið styður Kotlin og Google tilkynnti 2019 að Kotlin tæki við af Java sem aðal-forritunarmálið fyrir Android. Java og t.d. C++ eru þó enn notuð líka þar. Kotlin er opinn hugbúnaður.

Kotlin 1.7 var gefið út í júni 2022, sem hefur „alpha“ útgáfu á nýja Kotlin K2 þýðandanum.

Hello, world! forritunardæmi í Kotlin

fun main(args: Array<String>) {
  val scope = "world"
  println("Hello, $scope!")
}

Tenglar

breyta