Konungsbók (skáldsaga)

Konungsbók er skáldsaga eftir Arnald Indriðason. Söguhetjan er ungur háskólastúdent sem flyst til Kaupmannahafnar til að lesa norræn fræði og kemst þar í kynni við skrýtinn prófessor sem berst við ýmsa drauga fortíðar. Draugarnir leiða svo námsmanninn og prófessorinn á slóð Konungsbókar og berst leikurinn víðs vegar um Evrópu og til Íslands.

Að undanskildum forkafla nokkurskonar er sjónarhorn bókarinnar 1. persónu frásögn ólíkt öðrum bókum Arnaldar sem einkennast af 3. persónu frásögnum með alvitrum höfundi.

Sögusvið bókarinnar er einkum Danmörk en einnig Holland, Þýskaland, Noregur, Skotland stuttlega og Ísland.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.