Konunglegt merki Wales

Konunglegt merki Wales var formlega tekið upp í maí 2008. Það inniheldur skjaldarmerki prinsins af Wales (fjögur ljón á gulum og rauðum reitum) sem var tekið upp af Llywelin mikla, fursta af Wales á 13. öld, að viðbættri kórónu heilags Játvarðs yfir borða, ásamt einkennisblómum fjögurra landa Bretlands.[1] Á borðann er ritað kjörorðið PLEIDIOL WYF I'M GWLAD („Ég er trúr landi mínu“). Það kemur úr þjóðsöng Wales og kemur líka fyrir á velskum útgáfum eins punda myntar sem slegin var frá 1985 til 2000. Merkið birtist áður á forsíðum ráðstafana velska þingsins.[2] Frá þjóðaratkvæðagreiðslunni í Wales 2011 hefur það birst á forsíðum laga[3] sem velska þingið samþykkir, og er á innsigli Wales.

Konunglegt merki Wales.

Merkið fylgir aldalangri skjaldarmerkjahefð Wales. Merki Wales hafa í gegnum tíðina ýmist verið einhver útgáfa af velska drekanum sem birtist á fána Wales, eða skjaldarmerki Llywelyns mikla. Skjaldarmerki Englands, skjaldarmerki Skotlands og skjaldarmerki Írlands koma öll fyrir í skjaldarmerki Bretlands, en þar er ekkert skjaldarmerki Wales þar sem landið var innlimað í konungsríkið England. Wales hefur því ekki sömu stöðu og þessi lönd innan Bretlands. Merkið hefur samt verið notað eins og skjaldarmerki Wales af velska þinginu.[4]

Tilvísanir

breyta
  1. „First Welsh law's royal approval“ (bresk enska). BBC. 9. júlí 2008. Sótt 15. apríl 2020.
  2. „Example of badge use on Welsh measure“ (PDF). Sótt 6. mars 2016.
  3. „Example of badge used on the first Welsh act“ (PDF). Sótt 16. janúar 2017.
  4. „First Welsh law's royal approval“ (bresk enska). BBC. 9. júlí 2008. Sótt 15. apríl 2020.