Klippari var hraðskreitt fjölmastra seglskip sem var notað á 19. öld. Klipparar voru yfirleitt grannir, sem takmarkaði flutningsgetu þeirra, og auk þess litlir miðað við seglskip 19. aldar, en með hlutfallslega mikinn seglflöt. Klipparar voru flestir smíðaðir í skipasmíðastöðvum í Bandaríkjunum og Bretlandi og voru notaðir á siglingaleiðum frá Bretlandi til nýlendnanna í austri og yfir Atlantshafið og á leiðinni frá New York til San Francisco fyrir Hornhöfða á tímum gullæðisins.

Bandaríski klipparinn Flying Cloud á málverki eftir James E. Buttersworth frá 1859-1860.



Gerðir seglskipa
Rigging-catboat-berm.svg Kjölbátar: Gaflkæna · Jakt · Julla · Kæna · Kútter · Slúppa · Tvíbytna · Þríbytna
Rigging-carrack.svg Rásigld skip:  Bússa · Djúnka · Dugga · Langskip · Loggorta · Karavella · Karkari · Knörr · Kreari · Kuggur · Pinkskip
Rigging-barque.svg Hásigld skip: Barkantína · Barkskip · Briggskip · Brigantína · Galías · Góletta · Húkkorta · Korvetta · Skonnorta
Rigging-full-rigged.svg Fullreiðaskip: Flauta · Freigáta · Galíon · Klippari · Línuherskip
  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.