Klein-flaska
(Endurbeint frá Klein flaska)
Klein-flaska[1] er hugtak í stærðfræði sem á við óáttanlegt yfirborð sem líkist flösku með teygðan stút. Stúturinn er sveigður og stingst í gegnum hliðarflöt flöskunnar án þess að rjúfa hann og tengist síðan við botn hennar innan frá, þannig að þar er opið inn í stútinn. Þetta fyrirbæri hefur enga brún og aðeins einn flöt. Þýski stæfræðingurinn Felix Klein lýsti Klein-flöskunni fyrstur árið 1882, og er flaskan kennd við hann.
Tengt efni
breytaHeimildir
breyta- ↑ Orðið „Klein-flaska“[óvirkur tengill] í stærðfræðiorðasafni