Klappstýrur
Klappstýrur eru tegund af stuðningssveit á íþróttaleik sem hvetja sitt lið áfram með samhæfðum dansi, heljarstökkum, uppátækjum og hvatningarhrópum. Klappstýrur eru aðallega tengdar amerískum fótbolta og körfubolta í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Upphaflega voru klappstýrusveitir eingöngu skipaðar körlum, en eftir síðari heimsstyrjöld komust kvennasveitir í tísku. Klappstýruatriði geta verið mjög erfið í framkvæmd og krafist mikillar líkamlegrar færni og samhæfingar. Stundum er litið á klappstýruatriði sem sérstaka íþrótt.